þriðjudagur, 30. júní 2009

Okur í Brynjuís

Mig langaði að senda þér nokkrar línur því mér er farið að blöskra verðskráin í Brynju á Akureyri. Ísinn þar er frábær og allt það en það sem fer í taugarnar á mer er að það er rukkað fyrir hvern einasta hlut. Í langan tíma hafa þau haft þann sið að rukka fólk fyrir aukabox ef keyptur er stór bragðarefur. Það finnst mér alveg út úr kortinu sérstaklega í ljósi þess að ef þú pantar ís í brauðformi og færð á hann dýfu er þér undantekningarlaust boðið að setja ísinn í box svo hann detti ekki, ekki kostar það krónu. Við kaupum yfirleitt stóran bragðaref og biðjum um að skipta honum í tvö box, því það er miklu ódýrara heldur en að kaupa tvo litla, nógu dýr er nú ísinn samt fyrir. Ég hef pirrað mig á þessum boxakaupum í langan tíma og nokkrum sinnum dottið í hug að koma með box að heiman en gleymi því svo alltaf. En fyrir skömmu tóku eigendur Brynju þá ákvörðun að rukka fyrir aukaplastskeiðar og kostar nú hver skeið 100 krónur!! Þannig að ef þú kaupir þér stóran bragðaref og biður um að láta skipta honum kostar það mig nú 150 krónur aukalega. Þetta finnst mér til háborinnar skammar og er nú hætt að versla við Brynju, fer heldur út í Bónus og kaupi lítra af ís þar!
Steinunn

2 ummæli:

  1. Ég eiginlega varð að skrifa ummæli hjá þér en miða við hversu góða þjónustu maður hefur fengið þarna í mörg á og ég veit alveg hvaða eigendur eiga brynju og þau er bara almennileg og ég held stundum að fólk geri of mikið úr eiginlega eingu það skortir nú ekki gæðin í þennan ís og svo er hráefnið ferst og það kostar meira fyrir vikið

    SvaraEyða
  2. Ég eiginlega varð að skrifa ummæli hjá þér en miða við hversu góða þjónustu maður hefur fengið þarna í mörg á og ég veit alveg hvaða eigendur eiga brynju og þau er bara almennileg og ég held stundum að fólk geri of mikið úr eiginlega eingu það skortir nú ekki gæðin í þennan ís og svo er hráefnið ferst og það kostar meira fyrir vikið

    SvaraEyða