þriðjudagur, 9. júní 2009

Hvalkjöt hækkar

Ég átti leið í Mjóddina og kíkti inn í Netto .... rétt svona til að athuga hvort eitthvað matarkyns væri á tilboði. Sá ég að nýtt Hrefnukjöt var komið í borðið en ég fékk smávægilegt hjartaáfall er ég leit á verðið ! TÆPAR 1500 kr. kílóið!!
Ekki eru mörg ár síðan ég fékk kílóið á 199 kr í Bónus. Síðasta ár var hægt að fá það á undir 1000 kr. Nú þykir mér fokið í flest skjól á mínu Hvala áti og mun ég hér með ekki kaupa það oftar , kaupi þá frekar okkar eðal lambakjöt töluvert ódýrara en hvalinn.
Það mætti halda að þessir hvalaveiðimenn eldu hvalinn sjálfir og borguðu hellings kostnað við það! Hvað réttlætir þetta háa verð ?
Kv. Gulli Jóns.

1 ummæli:

  1. Hvar finnur þú beinlaust lambakjöt undir 1500 kr/kg ?

    SvaraEyða