sunnudagur, 14. júní 2009

Verðmerkingar í Hagkaupum

Fór í Hagkaup í Reykjanesbæ og ætlaði að versla hvíta stuttermaboli, 2 í pakka frá HFK(held það),. Hafði keypt 1 pakka í mai á um 1300 kr. Búið að hækka upp í 1699 kr. Það er kannski ekki málið heldur það að þegar ég er að skoða verðmiðana , þá rek ég augun í að það er búið að klippa neðan af þeim á nokkru pökkum. Hvað er í gangi hugsa ég með mér. Jú þá er búið að kilppa gamla verðið af og allir komnir á nýja verðið.Þetta var svo greinilegt, sumir voru frekar skakkt klipptir. Mér fannst eins og þeir hjá Hagkaup halda að kúnnarnir séu bara fífl. Fór og spurði eftir þessu og svarið var að þegar kemur ný sending þá er þetta vaninn! Þá hækka þeir það sem er fram í búð vegna sama vörunúmers!!!!!!!! Mér hefði fundist vera meiri sómi í því að plokka gamla verðið af og nýja sett á.
Hefði samt ekki keypt bolina.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég hef lent í þessu, keypti kaffivel hjá þeim fyrír Jólin, á tæpar 5000 kr, en á öðrum stað var samskonar vél á miklu hærra verði, ný sendingi, það sem klikkaði var að þegar ég spurði eftir þessu þá var sagt að drengirnir sem raða upp í hillur hefðu sett þetta á rangan stað og gleymt að skipta út verðinu. Ég fékk samt vélina á gamla verðiu
kv
nafnlaus

3 ummæli:

  1. Af hverju er fólk að versla við Haga?
    Að versla við Haga er svona svipað og að láta berja sig og splæsa síðan í leigubíl á kvalara sinn.

    Þeir hjá Hagkaup þurfa ekkert að halda að kúnnar sínir séu fífl. Allir þeir sem versla við einhverja verslun sem tengist Jóni Ásgeiri eru fífl.

    Enginn heilbrigður einstaklingur með snefil af sjálfsvirðingu afhendir fjármuni í verslunum sem tengjast Jóni Ásgeiri.

    Björn I

    SvaraEyða
  2. Fyrirvari: tengist ekki Högum/Hagkaup eða því batteríi neitt. Hef samt góða reynslu af verslunarstörfum.

    Fólk virðist seint ætla að átta sig á hvernig innkaupum verslana er háttað. Þegar verslunarkeðja eins og Hagar flytji inn t.d. 20 kaffivélar á gengi X er ekki þar með að þau borgi reikninginn á gengi X. Af hverju ekki? Jú sjáum til...

    Kaffivélarnar 20 eru tollafgreiddar t.d. á gengi 15 (miðað við t.d. NOK). Verslunarkeðjan er með samning við birgjann um að greiða sína reikninga 60 daga eftir kaupin (stundum er það jafnvel uppí 90 daga). Á þessum tíma getur t.d. verið að gengið hækki í 20 (eins og NOK er t.d. núna í) og þá þarf að hækka gamla lagerinn líka, þar sem reikningurinn hafi ekki verið borgaður og verður borgaður á nýja genginu.

    Það er ekkert hægt að kvarta yfir þessu, svona gerist þetta og gamlir lagerar eru hækkaðir í öllum verslunum, heilt yfir Ísland og útum allan heim. Í einu skiptin sem gamlir lagerar eru ekki hækkaðir þegar gengið breytist er sennilega þegar búið er að greiða vörurnar.

    Það sem má þó gagngrýna er að verslanir eru almennt mjög tregar við að lækka þegar gengið lækkar og sumir starfsmenn í verslunum (sem hreinlega vita ekki betur) nota þau rök að gamli lagerinn sé þá keyptur á eldra og hærra gengi.

    SvaraEyða
  3. Þegar t.d. Hagkaup kaupir kaffivélar inn á gengi sem er t.d. 15 fyrir NOK, þá gera þeir jafnframt framvirkan kaupsaming við bankann um að bankinn selji þeim þessar NOK á genginu 15 eftir þessa 60 daga, þannig að það er engin óviss gengisáhætta í þessu.

    SvaraEyða