sunnudagur, 14. júní 2009

Rúmlega 70% dýrara í Lyfju

Hér er lítið dæmi um okur. Þann 9. júní sl. keypti konan 100 millilítra plastflösku
með dönskum brjóstdropum í apótekinu Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 2, sem kostaði 627 krónur. Í dag, 12. júní, keypti ég sama skammt af sömu brjóstdropum í Lyfju í Garðabæ. Í Lyfju kostaði plastglasið 1.072 krónur eða 445 krónum meira, rúmlega 70 % hærra verð! Þess má geta að sama lotunúmerið er á báðum plastflöskunum.
Með kveðju,
Neytandi

1 ummæli:

  1. Fòlk à ekki ad vera ad stydja lyfjakedjurnar, sem ùtràsarvìkingar eru med fingurnar ì. Nògu fè er nù bùid ad moka ì Lyf og heilsu sem alltaf er med hæsta verdid. Svo àttar fòlk sig ekki à ad Apòtekarinn og Skipholtsapòtek tilheyra lìka Lyf og heilsu.

    SvaraEyða