fimmtudagur, 18. júní 2009

Verð í Evrum

Undanfarið hefur verið rætt um verðlagningu Bláa lónsins í evrum og
sitt sýnist hverjum.
Ég hugðist heimsækja Kerlingarfjöll í sumar og fór á heimasíðuna
þeirra kerlingarfjoll.is og gat hlaðið niður verðlista ársins 2009
sem PDF skjal.
Mér brá þegar ég sá að allt er þar verðlagt í evrum og búið að
verðleggja íslendinga út af svæðinu.
Sem dæmi þá kostar 10 evrur á mann eða rúmlega 1700 kr. að tjalda eða
leggja fellihýsi á svæðinu sem hlýtur að vera með því dýrasta á
landinu.
kv,
Jón
p.s. Merkilegt að sem skýringu á hækkun frá fyrra ári er m.a. hærri
launakostnaður.

3 ummæli:

  1. Það virðist vera að mynda tvöfalt hagkerfi í landinu. Sérstaklega það sem snýr að ferðamennsku. Hvalaskoðunin í Rvk er öll í Evrum og á flestum börum og veitingahúsum má borga í Evrum og fá góðan díl (þ.e. fyrir staðinn), heyrði t.d. af einum bar í bænum sem tekur Evrur á genginu 120 kall!

    SvaraEyða
  2. Okursíðan komin í frí?

    SvaraEyða
  3. Fannst þessi viðeigandi vegna nýja IE giggsins:

    SRG::: Metallica sold out in 45 mins :/
    NotOneOfUs::: Yeah I know.
    NotOneOfUs::: Oh wait
    NotOneOfUs::: You mean, like, a concert?
    SRG::: yes


    http://www.bash.org/?197845

    SvaraEyða