sunnudagur, 7. júní 2009

Ekki sama hvar maður verslar

Johnson Pledge Parkett bón og Laminat Rent parkett sápa fæst ekki í bónusbúðunum og krónunni en fæst fyrir 910 kr í Hagkaup í kringlunni og smáralind . En fæst fyrir 655 kr í fjarðarkaup. Ajax rúðuúði kostar í krónunni bíldshöfða 600 kr en hagkaup 499 kr og fjarðarkaup 450 en fæst ekki í bónus. Nú þarf maður að endasendast bæinn á enda til að fá vörur sem manni vantar og ekki er bensín líterinn svo gefinn. Ég keypti ajax rúðuúðan á 600 kr í krónunni. En ákvað að ath hvað johnson kostaði í fjarðakaup keypti 2 brúsa svo maður sé ekki altaf að fara eltast við þetta. Ég held að þetta séu samantekin ráð hjá Bónus og hagkaup að neyða neytendur til að kaupa brúsan á 910 kr í Hagkaup. Sem er algjört okur. Íspinnakassar með 25 íspinnum voru á 1790kr í krónunni. En bónus hefur verið með sama kassan á 1990kr . Það er greinilega ekki sama hvar maður verslar
með kveðju frá Dóra Elísabet Sigurjónsdótttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli