Ég bara varð að skrifa frá því sem ég komst að um daginn, ég komst að því að börn hætta að verða börn 9 ára gömul, allavega samkvæmt Smárabíói.
Sonur minn og vinur hans sem eru báðir fæddir í ágúst 1998, (s.s. 10 ára gamlir en verða 11 ára núna í ágúst) ákváðu að fara í bíó og var fundin mynd sem sýnd er í Smárabíó, ég mamman fór með inn til að borga miðann og komst þá að því að sonur minn er fullorðin samkvæmt smárabíói. Ég varð orðlaus og ákvað að kanna þetta betur og komst að þessu...
Verðlagning í Smárabíó er svona
8 ára og yngri = 600 kr
9 ára og eldri = 1100 kr
á Þriðjudögum er svo 500 kr tilboð hjá þeim.
þegar er um að ræða þríviddarmyndir eða Digital myndir þá bætast við um 50 - 100 kr á miðann.
Ég ákvað að ath hvernig þetta væri í Sambíó, (viðurkenni að ég ath ekki annars staðar)
Verðlagning í Sambíó er svona
7 ára og yngri = 550 kr
8 ára til 12 ára = 750 kr
12 ára og eldri = 1000 kr
þegar um er að ræða þríviddarmyndir þá bætast við 200 kr á miðann
og þegar um er að ræða digital myndir þá bætast við 50 kr á miðann.
Vildi bara koma þessu á framfæri þar sem mér finnst skrýtið að börn hætti að verða börn 12 ára og hvað þá 9 ára.
kveðja, Thelma Dögg
Hvar eiga mörkin að vera ? Ég meina ekki er þeim skylt að hafa ódýrara í bíó fyrir börn.
SvaraEyðaÉg myndi skilgreina "Börn" sem 10 ára og yngri. Unglingar upp að 16 ára og fullorðið fólk uppfrá því.
SvaraEyðaÉg meina... ef börn hætta að vera "börn" um 9 eða 12 ára aldur, er ekki rétt að gefa þeim bílpróf og leyfa þeim að fara í ríkið fyrst þau eru orðin fullorðin.
Ódýrt bíó fyrir börn eykur aðsóknina.
Já eins og með gjaldið fyrir þrivíddarmyndirnar. Ég túlka þetta þannig að ég sé að borga fyrir gleraugun 200 kr. Svo er beðið mann að skila þeim eftir sýningu svo þau geti rukkað annan 200 kall fyrir notuð gleraugu. Ég skila mínum aldrei, tel mig hafa keypt þau og beri þess vegna ekki að skila þeim.
SvaraEyðaHeld nú að hugmyndin með barnagjaldi sé það að þeir geti rukkað minna ef barnið er það ungt að fullorðin manneskja verði að fara með þeim í bíó og kaupa þar með einn miða á fullu verði.
SvaraEyðaSvo orðið barn hjá þeim hefur aðra meiningu en í lögum :)
Ég var nú rukkaður um 50 kr aukalega í Sambíóunum um daginn af því það var sumardagurinn fyrsti.
SvaraEyðaKeypti einni lítinn popp og miðstærð af coke og borgaði fyrir það heilar 500 og eitthvað kr, minnir að það hafi verið 540 kr.
Þetta er bara bull hvað það er orðið dýrt að fara í bíó!!!