Nú veit ég ekki hvort það hafi verið fjallað um þetta hjá þér áður en ég ákvað að láta þetta flakka. Ég er að fara að ferðast í næstu viku til útlanda og ákvað að hringja í Vodafone og spyrjast fyrir um hvernig taxtinn væri hjá þeim varðandi 3G sem ég hef nú notað það af og til, kíkt á mbl osvf. Daman í þjónustuverinu tjáði mér að kb (kílóbætið) væri verðlagt á 1,1 Evru ! Sem mundi þýða á núverandi gengi að það mundi kosta 21.840 kr. Að opna mbl.is !
Nú veit ég að það flokkast undir munað að geta notað símtækið sitt til að fylgjast með fréttum á ferðinni en mér finnst þetta vera gjörsamlega útúr kortinu. Á þessum taxta Vodafone væri straumur af 3MB lagi frá tónlist.is að kosta notandann í kringum 660.456kr. það yrði s.s. mjög dýrt spaug að rekast óvart í webbrowser takkann á símanum sínum í útlöndum, held að maður skilji hann bara eftir heima hjá sér í læstri skúffu.
Kv. Karl Jónasson
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaVar ekki verið að meina að mb væri á 1,1 evru...veit ekki til að þess að það sé verið að rukka fyrir kílóbætin.
SvaraEyðaþað var verið að meina að eitt kb væri 1,1 evrusent en ekki yfir heilli evru.
SvaraEyðahttp://www.vodafone.is/internet/3gnet/utlond