Góðan dag! Við eigum greinilega langt í land enn með ásættanlegt siðferði í viðskiptum. Ég fékk tvö áþreifanleg dæmi um slík nú í morgun, er ég skrapp út í Bónus til að kaupa í matinn. Ég keypti kjúklingalæri frá Ali, og gat ekki varist brosi er ég las af umbúðunum að í þessum lærum væri EKKERT VIÐBÆTT VATN. Mér varð hugsað til þess hvort það gæti verið að siðferði framleiðenda væri orðið svo lélegt, að það þyrfti að taka það sérstaklega fram að ekki væri verið að selja manni VATN á yfir þúsund krónur kílóið. Erum við virkilega svona illa stödd?
Af því að Fiskbúðin okkar, hefur að undanförnu séð Bónus fyrir nýjum fiski í þægilegum pakkningum, ætlaði ég að fá mér nýja Ýsu í hádeginu. Þess má geta að fyrst þegar þessar pakningar komu á markaðinn, var í þeim ágætis fiskur, á eðlilegu verði. Ég er gamall sjómaður (Vestfirðingur) og horfi því gagnrýnum augum á þann fisk sem ég kaupi. Ég gat hins vegar ekki séð hvernig þessi fiskur leit út, því flöturinn sem roðið var á (áður en flakið var roðdregið) sneri upp. Þar sem ég hafði oft áður keypt svona pakkningu, og fengið þokkalega góða vöru, tók ég pakkninguna og fór heim.
Þegar ég opnaði pakninguna, komu í ljós nokkur smáflök, af undirmálsfiski, en slíkur fiskur er seldur á hálfvirði á Fiskmörkuðum. Þessi fiskur var orðinn svo gamall (þegar honum var pakkað) að flökin toldu ekki saman. Það var komið LOS í fiskinn og vökvi fisksins allur farinn úr honum. Þetta var sem sagt, það sem kallað er "gúanómatur". Þessi vara var seld á verði fyrsta flokks gæðafisks; þó innkaupsverðið væri líklega 50% af gæðafisksverði og því til viðbótar var fiskurinn orðinn svo gamall, áður en honum var pakkað, að hann gat ALLS EKKI flokkast sem mannamatur.
Ég spyr mig hvor það sé hugsanlegt að ég lifi nógu lengi til að upplifa þokkalega heiðarlega framkomu viðskiptalífsins okkar, því það er jú undirstaðan sem við verðum að byggja endurreisn þjóðfélagsins okkar á.
Með kveðju, Guðbjörn
Jóhannes í Bónus er enginn Bjargvættur í Grasinu og það ættum við að vita. Sérstaklega eftir hrunið. Veit um dæmi um þvílíka kúgun sem fyrirtækið beytir byrgja að hálfa væri meira en nóg.
SvaraEyðaÉg versla yfirleitt frosin flök í Nettó og þau hafa alltaf verið fín. Þau eru auðvitað vel spreyjuð með vatni til að "vernda" fiskinn (hehe) en þau eru allavega í lagi.
SvaraEyðaAf því að það er verið að tala um svindl þá er um að gera að nefna að ég keypti ódýrt nautahakk í vetur í Krónunni. Ég steikti það og fór að taka eftir alls konar hlutum í hakkinu sem voru ekki beinlínis kjöt. Þarna voru saxaðar æðar og allskonar gúmmilaði. Ég fiskaði þetta upp úr og át svo hakkið með bravör í bolognese sósu. Um kvöldið fór ég svo að reka við eins og hestur og stóð það frem eftir nóttu. Semsagt, kjötið á hagstæða verðinu var farið að skemmast. Ég hef líka lent í svipuðu með ódýrt hakk í Nettó. Dýra ungnautahakkið er þó í lagi í Nettó og fínt í Fjarðarkaup. Ég er hættur að versla ferskar kjötvörur í Krónunni.
Ég geri mér einmitt far um að kaupa kjúklingavörur frá Ali. Þeir græða á hinum, sem vatnsbinda kjúklingana sína. Ég vil ekki sjá neitt vatnssull og tek vörum og merkingum sem þessum því fagnandi. =)
SvaraEyða"Veljum íslenskt", nei veistu ég held ekki. Spilltasta þjóð í heimi svindlar mest á sjálfri sér, þá er nú Euroshop betra. Það sem viðhefst bakvið tjöldin á íslenskum veitingahúsum og matvinnslufyrirtækjum er skelfilegt.
SvaraEyðaMér finnst þessi óheiðarleiki svo sorglegur.
SvaraEyða