Ég er að fá útrás fyrir þunglyndi sem ég fæ yfir öllum hækkunum sem hrynja yfir okkur nú í kreppunni. Síminn minn (hjá Tal) hefur hækkað um 1419 kr. á mánuði. Ég var að borga 6200 en þarf nú að borga 7619. Er þetta ekki u.þ.b. 18% hækkun.
Ekki hafa launin hækkað, ekki held ég að þetta sé vegna gjaldeyrisviðskipta eða aukinna skatta. Hvað þá???????????
Ragna
Fara til Vodafone í Risa frelsi - 1990 eða 2990 á mánuði. Ég er ekki sölumaður btw, bara ánægður viðskiptavinur!
SvaraEyðaHlýtur að vera sölumaður eðs starfsmaður Vodafone, svolítið hæpið að vera ánægður viðskiptavinur á áskrift sem var að líta dagsins ljós um daginn :)
SvaraEyðaReyndar er þetta rúmlega 22% hækkun...
SvaraEyðaHvernig væri bara sleppa símanum í sumar...spara sér pening þannig. Bara hugmynd;)
SvaraEyðahvernig fóruð þið að áður en gsm kom ???
SvaraEyðasleppa frekar gemsanum og senda börnin í íþróttir í staðin
Hvað kemur það þessu nokkuð við???
SvaraEyðaHættiði að koma með svona fíflalegar athugasemdir sem koma málinu ekkert við.
Þetta eru engar fíflalegar athugasemdir heldur góð sparnaðarráð. Íslendingar eru sko ekki þekktir fyrir það að spara og nú er sko tækifærið til þess að snúa þeirri þróun við. Ef að ég þyrfti að spara þá væri GSM og net með því fyrsta sem ég myndir skera af.
SvaraEyðaÞað er merkilegt að það virðist flokkast sem dónaskapur að koma með sparnaðarráð. Vinkona mín kvartar reglulega yfir blankheitum. Yfirleitt hef ég bara hummað það fram af mér og ekki sagt neitt enda veit ég að þau hafa það ágætt ef ekki væri fyrir auðsjánalegt bruðl. Ég benti henni kurteislega á að sleppa Stöð 2. Hún varð brjáluð!
SvaraEyðafór yfir í tal er síminn hækkaði sína verðskrá þá gagnrýndu þeir símann en núna hækka þeir meira bara rugl svo er maður bundinn í 3 mánuði í viðbót þá fer maður eithvað annað
SvaraEyðaSamkvæmt úrskurði Póst og Fjarskiptastofnun frá því í vetur með lögfræðiáliti er Símafyrirtækjum skylt að tilkynna um verðskrárbreytingu með mánaðar fyrirvara skriflega. Jafnframt er viðkomandi viðskiptavini heimilt að segja upp áskriftinni samdægurs án þess að símafyrirtækið getið krafist bóta.
SvaraEyðaVeit ekki hvort úrskurðurinn náði yfir stofnkostnað og fleira en á úrskurðinum fannst mér ég finna að símafyrirtækjum sé skylt að endurgreiða stofnkostnað viðkomandi ef að binditíminn sem er t.d. 6 mánuðir er ekki liðinn þegar viðkomandi hækkun gengur í garð. Sem sé túlka má hækkanir á binditíma sem vanefnd á samningi.
Allavegana er það alveg skýrt í þessum úrskurði sem ég sendi á sínum tíma á doktorinn minnir mig(get gert það aftur ef þess er óskað) að þú megir segja upp áskriftinni hjá Tal strax án þess að þeir geti krafið þig um neina einustu greiðslu af hvaða tagi sem er fyrir eða krafist skaðabóta.
Nova erú áberandi ódýrastir á farsímamarkaðnum! Þessu hef ég kynnst af eigin raun eftir að ég skipti fyrir tæpu ári síðan. Mæli með þeim hiklaust!!
SvaraEyðaMér er sama hvað (ekki)sölumaðurinn hjá Vodafone segir um Risafrelsið. Ekki versla við Vodafone. Þetta er fyrirtæki sem rukkaði mig tugi þúsunda króna með Intrum-bréfum fyrir gagnamagn sem ég keypti ekki af þeim og þeir bökkuðu ekki með það fyrr en ég tróð samningnum framan í þá. Svo tóku þeir líka upp á því að lækka hámarksgagnamagn hjá aldraðri móður minni um helming án þess að spyrja kóng eða prest. Hún þarf núna að borga sömu upphæð fyrir helmingi lélegri þjónustu en hún samdi um.
SvaraEyðaÞeir gera þetta af því að þeir komast upp með þetta. Af því að þeir eru vanir því að íslenskir viðskiptavinir snúi sér við og beygi sig fram. Ekki versla við þessa drullusokka. Þú gætir fengið næstu aftanáferð.
Síðasti ræðumaður endilega lesa það sem ég skrifaði um úrskurð Póst og Fjarskiptastofnun. Þetta má ekki og er brot á lögum. Þú getur sagt upp áskriftinni hjá Vodafone um leið(án þess að bindisamningur sé liðinn og án þess að þú sért skaðabótaskyld Vodafone) og farið svo og kvartað yfir þeim til Póst og Fjarskiptastofnun.
SvaraEyðaÞetta Risa frelsi er bara scam , ég skipti úr Tal yfir í vodafone eftir að einhverjum sölumanninum þeirra tókst að rugla mig í höfðinu, og í stað þess að borga max 3000 þús hjá tal , þá er nýjasti reikningurinn minn 7221 kr frá vodafone, þótt ég taldi mig nánast bara hafa talað við "símavini"
SvaraEyðaÉg held að ég fari bara til Nove, búinn að fá nóg af þessu .. vodafone/síminn , þetta eru sömu glæpakeðjurnar