föstudagur, 5. júní 2009

Rosahækkun á boozti

Langar til að benda á nýjasta okrið á boozt barnum í World Class
Laugum. Fyrir ekki svo löngu síðan var hægt að kaupa sér eðal
skyrboozt sem var blandað fyrir mann á staðnum úr ferskum ávöxtum og
skyri og kostaði lítill boozt 590.-kr Fyrir nokkrum mánuðum var tekið
uppá því að bjóða vinsælustu tegundirnar af boozti úr vél (fyrirfram
blandað) og maður gat valið hvort maður vildi ferskt á 590.-kr eða úr
vél á 450.-kr Í dag er staðan sú að það er ekki lengur hægt að fá
ferskt boozt þ.e blandað með ferskum ávöxtum/skyri á staðnum heldur
BARA forblandað úr vél og verðið er að sjálfsögðu 590.- en ekki 450.-
eins og það var þegar "tilraunar" starfsemin með boozt úr vél stóð
yfir!! Ég spyr hví var verðið á litlum boozt ekki lækkað niðrí 450.-
fyrst það er ekki lengur hægt að fá vöruna sem kostaði 590.-??

Kv,
GM

3 ummæli:

  1. Langar bara að benda á það að grænmeti og ávextir hafa hækkað gríðarlega undafarna mánuði t.d. bananar sem eru vinsælir í boozt hafa hækkað um 120%!!! o.s.frv. þannig að fólk verður aðeins að hugsa málið er það ekki?

    SvaraEyða
  2. Ávextir og grænmeti hafa hækkað frá hruni og fram yfir áramót en síðustu mánuði hafa þeir lækkað í verði. T.d. var verð á vínberjum í kringum 600 kr kg í Bónus í kringum áramót en er núna í kringum 350 kr kg. Ég held að allir ávextir nema Appelsínur hafi lækkað undanfarið.

    SvaraEyða
  3. Fyrir utan hvað þetta Mjólku drasl er ógeðslega vont, ég keypti í tvö skipti sitt hvora tegundina og bæði voru ógeðslega vond
    Mér finnst þetta léleg skipti hjá World Class og ég vona að þeir breyti þessu aftur

    SvaraEyða