miðvikudagur, 24. júní 2009

Dýrir augndropar

Langar að benda á uppreiknað verð Livostin augndropa sem eru mikið notaðir á mínu heimili vegna frjókornaofnæmis. Einingin er í 4 ml glasi sem dropaskammtari. Vissulega er ekki mikið magn notað í einu en verð á 4 ml í Lyfju Smáratorgi er á kr. 2,876.- Oft er það hagur að selja hluti í litlum einingum til að auka framlegð, ennfremur sem lyf geta runnið út fljótlega eftir opnun, en umreiknað kostar 1 líter af þessum augndropum kr. 719,000.- ! (250 glös í 1,000 ml.)
Það er töluvert meira en útborguð mánaðarlaun hæstvirts forsætisráðherra sem skal þó leggja línurnar með launakjör opinberra starfsmanna. Þó svo þessi kaup drepi mig ekki fjárhagslega þá má vera ljóst að víða í þessari veröld er vitlaus gefið, neytanda í óhag. Framlegð af vöru sem þessari hlýtur að hlaupa á þúsundum prósenta.

7 ummæli:

  1. Einhver hérna á Okursíðunni benti á að hægt væri að fara til heimilislæknis síns á vorin og fá sprautu sem kostaði bara komugjaldið og geri þörfina fyrir svona augndropa óþarafa.

    SvaraEyða
  2. Það er BANNAÐ að versla við arðræningja eins og Lyfju og Lyf & heilsu.

    Við verðum að standa saman gegn okri eins og þessu og hætta að versla við þessa náunga.

    SvaraEyða
  3. Væri ekki þjóðráð að bæta við "tags" við hverja færslu þannig að það sé auðveldara að skoða hvern flokk fyrir sig?
    Flokkunin gæti verið: Lyf, matvara, fatnaður, fjarskipti, þjónusta, túrismi o.s.frv.

    Það ætti ekki að taka nema 5 sek aukalega við hverja færslu upp frá þessu, en myndi gera síðuna miklu aðgengilegri.
    (Ég er ekki að biðja um að bæta því við þær 357 færslur sem eru komnar).

    SvaraEyða
  4. Ég væri til í að fá að vita hvaða heilsugæslustöð er með þessar ofnæmissprautur ?
    Ég er í Heilsugæslunni Efstaleiti og þar er ekki boðið upp á þessar sprautur. Ég sem varð svo spennt yfir möguleikanum á að sleppa því að éta endalaust af ofnæmislyfjum.

    SvaraEyða
  5. Ég er sá sem fer í sprautur og ég bý út á landi og ég veit ekki hvort þú getir notað þá heilsugæslu sem ég er að nota?

    SvaraEyða
  6. Fólk ætti að hafa vit á að sniðganga lyfjakeðjurnar, sem útrásarvíkingarnir stjórna. Góð hugmynd væri t.d. að stofna Facebókarsíðu, sem héti Lyf og heilsa - NEI TAKK!!!

    SvaraEyða