miðvikudagur, 10. júní 2009

Klukkutímabið í Hyrnunni

Við hjónin stoppuðum í Borgarnesi um daginn og borðuðum í Hyrnunni. Við héldum
að þetta væri skyndibitastaður og fórum þangað þess vegna og pöntuðum okkur
kjúkling. Eftir klukkutíma bið fengum við matinn.
Að það skuli taka klukkututíma að afgreiða kjúkling er auðvitað met útaf fyrir
sig.
Klukkutíma bið er ekkert sem kemur fólki á óvart. það gerist um hverja helgi.
Fólk bíður og bíður. Það komi starfsfólkinu jafnmikið óvart að allt skuli vera
fullt af fólki!! Að það skuli ekki vera meira skipulega á afgreiðslunni er alveg
með ólýkindum. Starfsfólkið er örugglega skammað út í eitt af óánægðum
viðskiptavinum.
Það kostar eigendur lítið að gera gott staftsfólk betra því það verður alltaf
að greiða því laun hvort sem eigandi þjálfar það eða ekki. Þeim mun meira sem
fólk er þjálfað og vinnur skipulega þeim mun betra fyrir alla.
Og fyrst ég er byrjuð að kvarta. Það mundi ekki drepa neinn að þrífa þarna þó
ekki væri nema smá. Bæði inn og úti.
Kveðja
Sigga

5 ummæli:

  1. Mér finnst þetta alveg fyrir neðan allar hellur svo það sé á hreinu. En á 5 tíma akstursleið til Akureyrar eða svo þá myndi ég persónulega bara taka með mér nesti enda maturinn á þessum stöðum mjög lélegur nema þá helst í Shell skálanum í Borgarnesi. Hef t.d. komið á Brú þegar það hefur verið semi mikið að gera og ekki einu sinni haft fyrir því að taka af borðunum og gólfin alveg hryllilega skítug.

    SvaraEyða
  2. Skil ekki af hverju sumar búðir ráða ekki fleiri starfsmenn. Það eru alltaf sömu búðirnar sem maður lendir í þar sem biðin er of löng og umhverfið óþrifanlegt. Svo er það aumingja starfsfólkið sem vinnur á svona stöðum og er alltaf á haus, sískammað af kúnnum og að drepast úr stressi(greyin).

    -Hildur

    SvaraEyða
  3. Mæli með Olís-stöðinni á móti, þrifalegra, vinalegra, færra fólk, mikið úrval af ruslmat, frítt kaffi...

    SvaraEyða
  4. Það á nú að vera hægt að bjóða okkur íslendingum upp á alvöru heimilismat á þjóðvegum landsins en ekki sveitta borgara og mæjonessull.

    SvaraEyða
  5. Þetta er nú ekki svo svakalegt ferðalag, Reykjavík-Akureyri að það þurfi að panta sér máltíð til að troða í smettið á sér í Borgarnesi!!

    SvaraEyða