miðvikudagur, 3. júní 2009

Svikamylla Securitas

Securitas eru nokkuð sniðugir í að búa sér til pening. Ekki veitir af enda eru eigendurnir búnir að mergsjúga það eins og öll önnur góð fyrirtæki "auðmanna".
Þeir eru með greiðsluseðla með gjalddaga 18. dag mánaðarins og eindaga þann 26. Þremur dögum eftir eindaga er krafan svo sett í innheimtu og þá dettur 900 kall á hana í viðbót.
Kreppuþjakaðir landmenn eiga erfiðara með að greiða seðla seinni part mánaðar og eflaust margir sem þurfa að draga greiðsluna fram að útborgunardegi um mánaðarmót, en þegar að því kemur er Securitas búið að tryggja sér 17% álag á greiðsluna.
Þetta er náttúrulega bara rán og ég vildi frekar að Lalli Jones fengi að njóta þessarar ávöxtunar heldur en Securitas. Það er ljóst að þegar mínum 36 mánaða samningi líkur þá mun ég fela einhverjum öðrum að ræna mig.
kv.
Citizen Kane

6 ummæli:

  1. Er alveg sammála því að það er óþægilegt að eindagar séu ekki þeir sömu á þessum reikningum svo maður gleymi ekki að borga þá á réttum tíma. En að eiga ekki varasjóð(eða afgang frá mánuðinum áður) er náttúrulega bara eitthvað sem unga fólkið í dag veit ekki hvað er. Og btw. ég er 25 ára hef aldrei tekið mér lán fyrir neinu nema íbúð(uppgreitt núna) og tek alltaf lágmark 10% af laununum mínum og legg í varasjóð á mánuði.

    SvaraEyða
  2. hvað með að borga reikninginn bara fyrsta hvers mánaðar? Þú þarft hvort eð er að greiða peninginn og ef þú getur ekki lagt hann til hliðar þar til greiðsludagurinn er, þá bara að borga fyrsta hvers mánaðar, minnir að það sé ehægt í gegnum heimabankann

    SvaraEyða
  3. Auðvitað er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að greiða reikninginn á réttum tíma. Það er bara djöfulli gróft að vera kominn með þetta í innheimtu eftir 3 daga og gengur gegn tilmælum stjórnvalda á þessum síðustu og verstu. Ávöxtun Securitas á þessum 3 dögum er 2117% á ársgrundvelli.

    SvaraEyða
  4. biddu afhveru borgar þu ekki bara i byrjun man og malið er dautt

    SvaraEyða
  5. Er ekki hægt að rifta þessum samningi ?

    SvaraEyða
  6. Hefðiru keypt þitt eigið kerfi í stað þess að leiga það dýrum dómi hefðiru verið kominn í gróða eftir 18 mán, max (fer eftir stærð kerfisis)

    SvaraEyða