þriðjudagur, 9. júní 2009

Markísuhækkun í Europris

Langar að benda á hækkun hjá Europris sem mér blöskrar alveg
Hringdi í Europris útaf markísu sem ég verslaði í fyrra á 19.990 og þegar búið var að hengja hana upp í kringum 20.ágúst í fyrra kom í ljós að hún var gölluð og þurfti ég ásamt góðu aðstoðarfólki að taka aftur niður með tilheyrandi veseni og tímaeyðslu og drösla henni aftur í verslun Europris. Þegar þarna var komið við sögu var nú sumarið á enda og mér fannst nú tilgangslaust að fara að eyða meiri tíma og basli við að koma nýrri upp til að sitja af sér veturinn og tjáði ég þeim það í versluninni. Mér var boðin endurgreiðsla sem ég þáði með þökkum. Eftir sat í vetur göt á húsveggnum mínum sem biðu eftir nýrri markísu með vorinu....en nú má búast við að fyllt verði upp í götin með öðru en festingum markísunnar....fór ó Europris um daginn og verðið á markísunni er komið í 39.990!!! sem sagt rúmlega 100% hækkun
Þegar ég hringdi á skrifstofu Europris til að spyrjast fyrir um þessa rosalega miklu hækkun fékk ég þau svör að gegnið væri búið að hækka svona mikið...einmitt!!!
Skoðaði gengið á norsku krónunni (mér var sagt að þetta væri keypt þaðan) og þá kemur nú í ljós að gengið 1.júlí í fyrra var tæp 15,7 og er núna 19,3.... ekki 100% hækkun á gengi ef maður kann að reikna aðeins!!!
Þegar ég kom með þau rök að gengishækkunin væri nú ekki til að sannfæra mann um þessa rúmlega 100% hækkun hjá þeim þá var mér sagt „til vara“ að þetta væri líka búið að hækka svona mikið hjá birgja erlendis...einmitt!!!
p.s til gamans má geta að sumarið 2007 kostaði þessi sama markísa 12.990!
Er þetta eðlileg hækkun? Hvað finnst neytendum?
Kær kveðja, Ragnheiður

2 ummæli:

  1. Ég ætla að benda fólki á að ef vara er keypt inn í júlí getur bara vel verið að birgjanum sé borgað 3-4 mánuðum seinna eða þegar kreppan var komin á. BYKO gefur sér t.d. 90 daga til þess að borga reikninga hjá byrgjum. Alveg ósköp eðlilegt en alveg ótrúlega erfitt og leiðinlegt að sannfæra neytendur um. Svo eru nú sumarvörurnar farnar að detta inn (a.m.k. í Byko þar sem ég vann) strax eftir áramót og jafnvel um gamlar byrgðir að ræða.Þannig að ef að varan var keypt kannski inn í Mars eða fyrr að þá var tollgengið á norsku krónunni 12,6kr þannig að það plús e.t.v. hækkandi verð frá byrgja og hækkandi rekstrarkostnaður getur bara alveg skýrt þetta út.

    SvaraEyða
  2. Nú geta allir verið glaðir, Europris er hætt hérna :)

    SvaraEyða