Ég má til með að segja frá viðskiptum mínum við veitingastaðinn Fiskmarkaðinn hér í Reykjavík nýlega.
Við vorum sex háskólanemar að fagna saman skilum á lokaverkefni okkar og fórum út að borða á þriðjudagskvöldi í byrjun maí. Þar sem einhverja langaði í sushi var ákveðið að fara á Fiskmarkaðinn í Aðalstræti.
Þegar inn var komið var okkur afhentur vínseðill. Allir pöntuðu sér einn bjór, en þarna er aðeins seldur bjór í flöskum, 330 cl. Samkvæmt vínseðlinum kostaði Egils Gull 950 kr og Ashai (innfluttur japanskur) 990 kr. Bjór á krana var ekki í boði. Við pöntuðum einn á mann meðan beðið var eftir borði.
Þegar við fengum matseðilinn í hendurnar tókum við eftir því að misræmi var á milli verða þar sem réttirnir voru kynntir á íslensku eða á ensku. Tek það skýrt fram að verðin voru bæði í íslenskum krónum. Munurinn á Sushi bakkanum var 400 kr, þar sem þeir sem lesa og tala íslensku voru rukkaðir um hærra verða en þeir sem lesa og panta á ensku!
Eftir matinn var farið upp á efri hæðina og gert upp. Þá kom í ljós að litli Egils flöskubjórinn kostaði 1.190 kr í kassanum eða 250 kr meira en vínseðilinn sagði til um. Þar sem við höfðum drukkið nokkra bjóra hvert þá var þetta um kr 1.000 á mann sem munaði þarna á verðinu. Ashai bjórinn kostaði líka 1.190 kr í kassanum, eða 200 kr dýrari en á vínseðli. Við höfðum öll fengið vínseðil þegar inn var komið og því er ekki hægt að útskýra þetta sem villu á einum seðli þar sem verðið var allsstaðar það sama.
Við bentum þjóninum á þetta og hann lenti satt best að segja í stökustu vandræðum með að “leiðrétta” kassann og endaði þetta þannig að hann þurfti að gefa afslátt á reikninginn þar sem verðið á bjórnum virtist alveg ákveðið í afgreiðslukassanum (computer says no).
Varðandi mismuninn á verði á enska og íslenska seðlinum þá virtist ekki vera hægt að breyta því og þjónninn sá ekki ástæðu til að reyna að leiðrétta það en við hlógum bara að þessu og yfirgáfum staðinn án þess að sækja málið til fulls.
Það skal tekið fram að þetta kvöld var mikið að gera og setið á nær öllum borðum. Maturinn stóðst kröfur en hefði mátt vera talsvert betur útilátinn, sér í lagi sushi þar sem hráefnið í það kostar ekki mikið hér á landi. Þjónustan var í allt lagi en ekkert umfram það.
Vildi bara koma þessu á framfæri, en þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór yfir reikninginn frá VISA frænda nú um helgina.
Kveðja,
EÁL
Get nú ekki kvartað yfir þessum stað og tel ég hann vera einn af 5 bestu veitingastöðunum á landinu ásamt Humarhúsinu,Grillinu,Friðriki IV og Austur Indíafélaginu. Það eina sem ég get sett út á staðinn er að það er aðeins of stutt á milli rétta í smáréttamatseðlinum.
SvaraEyðaHef ekki borðað þarna en finnast viðskiptahættirnir sem lýst er hér að ofan alveg fyrir neðan allar hellur.
SvaraEyðaMér finnst nú algjört aukaatriði hvort að þetta sé ein af bestu veitingastöðum landsins. Svona viðskiptahættir eru alveg glataðir.
SvaraEyðaþetta er mjög spes og eins gott fyrir fólk að tala bara ensku þegar það fer þarna. En vá 1190 kr fyrir flöskubjór
SvaraEyðaVeit ekki hvort á að taka mark á kvörtunum frá fólki sem finnst 950 kr í lagi fyrir ómerkilegan flöskubjór. Eftir að maður samþykkir slíkt verð þá sér staðurinn að fólk er ekki að átta sig á verðmyndun.
SvaraEyðaÉg hef aldrei borðað þarna á kvöldin, en vill koma því á framfæri að þeir eru með GEGGJAÐ tilboð á sushi í hádeginu alla virka daga.
SvaraEyðaStórir sushi bakkar á 1000-1200 kall, sem er bara hlægilegt verð, og u.þ.b. helmingi ódýrara en þú fengir t.d. á Sushi Train í Iðuhúsinu og miklu betra í þokkabót.