mánudagur, 29. júní 2009

Ekki hress með N1grillskálann á Patreksfirði

Ég hef ekki skrifað þér áður, en nú er mér allri lokið og get ekki orða bundist. Ég keypti 4stk Panasonic AAA rafhlöður í N1-grillskálanum á Patreksfirði sem kostuðu litlar 981,00 svo var annar verðmiði undir og á honum stóð 610,00. Þar sem maður er orðin svo sljór þagar maður er að versla og bara réttir kortið þegjandi og hljóðalaust, mér var bent á að kanna verð annarsstaðar sem ég og gerði það voru að vísu önnur gerð og voru þau ódýrustu hér á Patró frá um 370,00 til 600,00 og kannaði ég líka víðar um landið hjá N1 og var það dýrasta sem ég kannaði 620,00 sem voru samskonar rafhlöður.
Eins langar mig að segja þér frá því að lítið Góu Hraun kostar litlar 250,00 kr!!! í sama N1 Grillskála á Patró en kostar á Hótel Flókalundi 80,00 sama stærð, eins súkkulaði.
Viðskiptavinur Grillskála N1 á Patreksfirði

3 ummæli:

  1. Týpískur íslenskur neytandi. Lætur taka sig í æðri bíbb eftir á og kvartar svo.

    SvaraEyða
  2. Mig einmitt vantaði eitt stykki áðan, því mig langaði til að hluta á lýsinguna af leik KR og Breiðabliks á meðan ég horfði á leikinn. Ég gerði ráð fyrir því að þurfa að kaupa 4 stykki á svona 8-900 kall og ætlaði því að sleppa því. Sá hins vegar batterý til sölu í sjoppu á Nesveginum (107 stóð utan á henni), og þeir seldu AAA batterí í stykkjatali á 90 krónur. Mjög sanngjarnt, sérstakleag í mínu tilviki - þar sem ég hafði ekkert við 4 batterí að gera.

    SvaraEyða
  3. Ef þú ætlar að kaupa einnota alkaline rafhlöður, þá gerirðu bestu kaupin í þeim ódýrustu (t.d. í Ikea, sem eru raunar með Ikea merktar rafhlöður frá Varta.)
    Tvö ákveðin vörumerki sem auglýsa stíft, eru EKKERT betri en ódýrari gerðir, en margfalt dýrari.

    SvaraEyða