þriðjudagur, 16. júní 2009

Óánægð með Mini Market

Mig langar að kvarta yfir mjög lélegri þjónustu sem ég og fjölskylda mín höfum fengið hjá Mini Market (Pólska búðin) hérna í Drafnarfelli.
Ég (Kolbrún) sendi litla bróðir minn sem er að verða 7ára út í búð með 500kr að kaupa eina 2l kók. En þegar hann kemur heim, þá kemur í ljós að kókin er útrunninn (minnir um miðjan Maí - þetta var "jólakók"). Hann fer aftur út í búðina til að fá aðra í staðinn fyrir þessa útrunnu.
En þegar hann kemur heim er hann ekki með aðra kók í staðinn og engan pening (eins og ef að hann hefði fengið endurgreitt). Kærasti minn fór þá út í búðina til að koma málinu á hreint og fá annaðhvort nýja kók eða endurgreitt. En þá sagði afgreiðslumaðurinn á ensku að hann hefði endurgreitt stráknum sem hann gerði ekki. Og ekki gat kærasti minn farið lengra með þetta því strákurinn gleymdi að taka kvittun.
Það er ekki heimsendir að missa um 300kr en samt þetta viðmót að snuða 7 ára strák í viðskiptum er SKÍTLEGT !!
Hef áður lent í því að kaupa útrunna vöru hjá þeim og þeir hafa neitað að taka við því til baka. Jafnvel þó að ég hafi verið með kvittun og verið þarna 5min áður.
Höfum lent í veseni með þessa búð áður og héldum að það væri bara einsdæmi en annað hefur komið í ljós.
Kveðja, Kolbrún.

6 ummæli:

  1. Ég vara fólk við að versla í ASIAN búðinni á Suðurlandsbraut 32. Þar er mikið af útrunnum vörum, t.d. keypti ég mér 4 drykki þarna fyrir skömmu á tilboði en þegar heim var komið kom það í ljós að þeir voru allir útrunnir. Þetta var keypt í síðustu viku en drykkirnir runnu út í nóvember á síðasta ári. Svo þegar ég var að borga á kassanum var maður á undan mér að benda afgreiðslumanni á nokkrar úrunnar vörur. Frekar lélegt...

    SvaraEyða
  2. já þetta er leiðinlegt en persónulega myndi ég nú ekki senda mikið yngra barn en svona 9-10 ára út í búð en það er náttúrulega bara mín skoðun. Allavegana þori ég ekki að láta yngri krakka bera ábyrgð á peningi.

    SvaraEyða
  3. Ég vil benda þeim sem verslaði í Asian búðinni á Suðurlandsbraut að hafa samband við Bjarna eða Sigurgísla. Bjarni er með 822-8842/44 og Sigurgísli er með 822-8832/33.

    Ég þekki þá feðga mjög vel og veit að þeir vilja fá að vita um svona lagað.

    SvaraEyða
  4. ég myndi tala við heilbrigðiseftirlitið og láta þá vita af því að verið er að selja fólki útrunna vöru - sem má ekki!

    SvaraEyða
  5. Þú sem verslaðir í Asian
    athugaðu þetta

    Þú ert vinsamlegast beðin/n um að hafa samband við Bjarna í síma 822-8844 eða Sigurgísla í síma 822-8832

    SvaraEyða
  6. Ég kaupti einusinni poka af maltesers sukkuladikúlur en ég bist nu bara við þvi að varan er i lagi þá þegar ég kem heim þá er eithvað hvítt á sukkulaðinu utum allt og þetta er löngu útrunnið og svo var mer veitt lelega þjónustu oft þar. ég er óánægður með þessa pólska búð

    SvaraEyða