Var á barnum í Leifstöð og keypti bjór á 520 kr. Kaninn sem sat við hliðina á mér var látinn borga 5 dollara fyrir sama bjór eða um 640 kr isk miðað við gengið eins og það var á þessum tíma (128 kr dollarinn).
Þannig þurfti útlendingurinn að borga um 23% meira fyrir sömu vöru.
Þetta á við um flestar vörur þarna. Þegar ferðamenn voru búnir að greiða spurðu þeir hvaða gengi væri eiginlega verið að nota og var fátt um svör..
Ef útlendingar eru efins um að við íslendingar séum apar í peningamálum þá hverfur sá efi við svona aðstæður..
Spurning hvort ferðaþjónustan hagi sér svona yfir línuna??
kv
VAV
Ég er að skrifa um eitthvað álíka hér:
SvaraEyðahttp://blogg.visir.is/drgunni/?p=445
Ég borgaði með dönskum krónum í Leifstöð fyrir nokkrum árum, og það var töluvert dýrarar en ef ég hefði borgað í íslenskum.
SvaraEyðaVæntanlega eru þeir með fast Evruverð og fast krónuverð. Þeir eru ekki að hlaupa til og breyta Evruverði í samræmi við krónuna þegar hún rokkar upp og niður. Stundum er ódýrara að borga með Evrum og stundum dýrara. Svona er þetta í ferðaþjónustu og ef þetta er hugsað aðeina lengra þá er þetta ósköp skiljanlegt. Fyndið að kalla þetta rasisma.
SvaraEyðaEiginlega bara hreint og beint heimskulegt að kalla þetta rasisma. Frekar einfalt að kíkja bara á gengistöflu bankans í Leifsstöð, reikna svo pínulítið ef viðkomandi nennir því og borga svo með þeirri mynt sem er hagstæðast.
SvaraEyða