Ég hef verið með Visa E2 vildarkort en fékk nýlega upphringingu frá American Express og var boðið betri kjör, margfallt fleiri punktasöfnun fyrir hvern 1.000 kall og ekkert árgjald fyrsta árið og 5.000 vildarpunkta við fyrstu notkun. Ég tók því, enda hafði punktasöfnunin á E2 nýlega lækkað frá 4 niður í 2 punkta fyrir hvern 1.000 kall. En American Express var að bjóða 10 punkta. Ég fékk svo kortið sent heim ásamt bréfi þar sem mér var óskað til hamingju með nýja kortið og sagt að ég greiði ekkert árgjald af Classic-kortinu fyrsta árið. Ég var ekki búin að virkja kortið þegar ég fékk fyrsta reikninginn upp á 5.200 kr. árgjald + 551 kr. úrvinnslugj/útskrift. Ég hringdi og þjónustufulltrúin virtist koma af fjöllum og ég spurði hvort þetta væri ekki rétt sem lofað var og sem stæði í þessu bréf. Hún svaraði "Jú ef það var sagt við þig" Svo fór ég að lesa á heimasíðu þeirra og þar er stjörnumerking og smátt letur sem segir að þú fáir ekki þessa 5.000 punkta við fyrstu notkun korts nema ef þú borgir árgjaldið! Þegar ég fór svo að skoða málið komst ég að því að þrátt fyrir fleiri punkta hjá American Express, er það dýrara í krónum fyrir mig ef ég tek inn í endurgreiðsluna hjá E2 í desember. Þegar valið stendur á milli þess að fá fleiri punkta eða spara pening kýs ég að spara peninginn. En ef fólk er með kort þar sem engin endurgreiðsla er í boði getur verið að þetta borgi sig.
Meðfylgjandi er samanburður á Visa E2 almennu vildarkorti og American Express Classic korti.
Ingunn
Held að fólk ætti líka að kynna sér hvar og hvernig er hægt að nota þessa punkta og hvað það kosta þá að nota þá. Hef undan farið verið að skoða í hvað hægt er að nota punktana í og í flest öllum tilfellum þarft að borga peninga með, oftar en ekki miklar upphæðir og marga punkta. Held að þetta punktakerfi sé bara að verða úrelt.
SvaraEyðaRósa
ég fékk líka hringingu frá þeim og maðurinn sem var að tala við mig talaði svo hratt að ég skidi varla orð af því sem hann sagði og endaði hann samtalið á : er þetta ekki bara klárt á ég ekki bara að senda þér þetta..
SvaraEyðahvílíkur bjáni.