þriðjudagur, 30. júní 2009

Varahlutaokur


Ég vinn við bifreiðaverkstæði hér í bæ og vildi benda á hvað varahlutir í bíla hafa hækkað úr öllu valdi. Ómerkilegir hlutir sem kosta ekki mikið í framleiðslu eru komnir í ótrúlega tölur.
Mér datt í hug að senda þér þetta bréf þar sem mér blöskraði mikið eftir ferð uppí Brimborg. Ég var það til að kaupa lítið plast á Mösdu bíl sem er lok fyrir rúðupissið á stuðari. Þetta litla stykki kostar litlar 55.000kr !!! Allur stuðarinn kostar aðeins 170.000 (án lokana). Þetta er bara lítið dæmi um hvað varahlutir hafa hækkað eftir hrunið. Meðfylgjandi mynd er af þessu stykki sem mér vantaði.
kv,
Jón Helgi

5 ummæli:

  1. Já náttúrulega hefur kreppan eitthvað að segja en það hafa komið mörg dæmi hérna um að það er hægt að fá þessa hluti ódýrari t.d. hjá Vöku eða öðrum varahlutastöðum heldur en hlaupa beint í umboðið.

    SvaraEyða
  2. Brimborg eru OKRARAR af guðs náð. Ég fékk tilboð í viðgerð á bílnum mínum fyrir skömmu hjá þeim og þeir voru 140% dýrari en venjulegt verkstæði!

    SvaraEyða
  3. Er það bara í hausnum á mér eða var ekki hugmynd stuðara á bíl að verja bílinn fyrir litlu hnjaski og vera ódýrt til útskipta. Ef þetta kostar yfir 200.000 kall þá skil ég ekki alveg ástæðuna.

    SvaraEyða
  4. Mig vantaði einmitt lok á rúðupiss tankinn og þeir ætluðu að rukka mig 5500kr fyrir plastlokið. er ekki allt í gangi, ég hef bara loklaust áfram

    SvaraEyða
  5. þykkt plast, álpappír og röraklemma virkar jafnvel og tappi

    SvaraEyða