föstudagur, 5. júní 2009

Vitlaus lyf

Ég fór til að leysa út lyf í Lyfju Sauðárkróki. Tók bara það sem búið var að taka til fyrir mig, borgaði og fór heim. Svo þegar heim var komið tók ég eftir að læknirinn minn hafði ávísað röngu lyfi. Ég fór strax morguninn eftir í Lyfju og ætlaði að skila lyfinu, en þá var eingöngu hægt að fá endurgreiðslu fyrir helmingi verðsins á lyfinu. Tek það fram að ekki var búið að opna umbúðir eða því um líkt. vill ég benda fólki á að skoða lyfin sem það fær áður en greitt er svo það sé öruggt að það sé með rétt lyf áður en það greiðir :) með kveðju Eva

1 ummæli:

  1. Held að það sé vegna að þau þurfa að henda lyfjunum ef þú skilar þeim. Leiðinlegt ef þau þurfa að taka á sig kostnað vegna mistaka læknis. Þetta kom einu sinni fyrir mig, ég var búin að labba rétt fyrir utan verslunina þegar ég áttaði mig á þessu (fór aldrei úr augsýn þeirra) og sneri mér við til að skila þessum lyfjum. Ég fékk að fullu endurgreitt vegna þess að þetta voru mistök apóteksins en þau þurftu að farga lyfjunum.

    SvaraEyða