miðvikudagur, 3. júní 2009

Fluggjaldafrumskógurinn

Flugfélögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að villa um fyrir neytendum.
Í meðfylgjandi skjali sést greinilega hvernig verðlagningin breytist
hreinlega eftir því hvað er valið (tími, önnur leið, báðar, kross bókað).
Það er kostulegt að prófa þessar bókunarvélar og sjá hvernig verðið
breytist eftir því hvernig bókað er.
Hlægilegast þykir mér að sjá hvernig verðið breytist á dögum í kringum
það sem þú gefur upp sem brottfarardag og komudag. Það má "plata"
bókunarvélina stundum með því að þykjast ætla út 12. júní (gefa upp) en
velja svo raunverulega brottfarardag t.d. 9. júní.
En þetta er mjög tímafrekt og örugglega ekki neytendavænt.
Ég ætla ekki einu sinni að minnast á skattana sem bætast ofan
á og eru mjög ógegnsæir. Látið er líta út eins og þetta sé eitthvað
sem ríkið tekur en í raun er þarna inni olíugjald sem hækkar bara
en lækkar ekki að sama skapi þegar þróunin er slík.
Þetta virðist vera látið óátalið af helstu varnaraðilum netyenda þeas Samkeppniseftirlit
(misbeiting samkeppnisstöðu á fákeppnismarkaði) og af Neytendastofu.
Kannski eru þau svona fámenn og fjárvana. Er það tilviljun?
Hvernig litist fólki á að kaupa málningu sem kostaði 100 kr ef málað væri
á mánudögum en 200 kr ef viðkomandi ætlaði að mála á sunnudegi og
150 ef málað væri úr henni á þriðjudegi?
Ruglingslegt, ekki satt? Hvers vegna svona ruglingsleg verðskrá?
Væntanlega til þess að neytandinn missi verðvitund.
Meðvitundarlaust fólk lætur betur að stjórn en fólk með meðvitund.
Ólafur Gylfason

2 ummæli:

  1. Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar. Ekki hafði ég hugmyndaflug í að prófa mismunandi dagsetningar í kringum daginn sem ég vil ferðast með.
    Flugvallaskattar og gjöld eru svo annar handleggur, þvílíkur frumskógur.

    SvaraEyða
  2. Ég benti á það sama á gömlu okursíðunni.
    Economy class og Economy class flex (2 ódýrustu fargjöldin) eru ekki í boði ef maður pantar aðra leið með minna en 25 daga fyrirvara.

    Sjá okur nr. #1151:
    http://this.is/drgunni/okur1060-1163.html
    Ef maður þarf miða aðra leiðina með Icelandair með skömmum fyrirvara getur það verið 15-30000 kr ódýrara að kaupa miða báðar leiðir og henda seinni miðanum.

    SvaraEyða