sunnudagur, 7. júní 2009

Bic kveikjarar bestir

Ég er einn af þeim mörgu sem eru ekki enn hættir að reykja. Ég svæli vindla í tíma og ótíma og kaupi fullt af einnota kveikjurum. Undanfarin 1-2 ár hefur verið að aukast að kveikjarar sem ég kaupi eyðileggist löngu áður en gasið er búið af þeim. Núna er þetta orðið þannig að nánast allir verða ónýtir nánast strax. Ég keypti um daginn kveikjara sem heitir "RS" og mekkanisminn fór eftir 4 daga. Í fyrradag keypti ég annan í 11-11 sem heitir "PROF" og hann er ónýtur núna. Einu kveikjararnir sem verða ekki ónýtir eru "Bic" þannig að ég er farinn að biðja um þá. Ég myndi giska á að um það bil 3/4 allra kveikjara af öðrum tegundum sem ég hef keypt síðastliðið ár hafi bilað stuttu eftir kaup. Þarna er verið að kaupa ódýrt (sennilega frá Kína) til að halda uppi framlegð. Skítt með hvort það virkar. Þetta er svindl að mínu viti. Ég vil hvetja neytendur sem kaupa kveikjara til að vera meðvitaðir um þetta.
Bestu kveðjur,
GG

2 ummæli:

  1. Get tekið undir þetta. Bic eru þeir einu sem virka :)

    SvaraEyða
  2. Já seinasti Bic entist fáránlega lengi. Maður er orðinn svo vanur svona rusli að maður vissi varla hvað kveikjarar geta endst lengi :D Annars ætti maður bara að taka upp gamla Zippoinn, virkar í öllum veðrum og vindum núna þegar öllum er hennt út að reykja.

    SvaraEyða