Datt í hug að vekja athygli þína á gríðarlegum hækkunum á s.k. skógarplöntum (bakkar með litlum trjáplöntum) sem almenningur kaupir til að skrýða landið trjágróðri og kolefnisjafna um leið.
Ég byrjaði að kaupa svona bakka fyrir 10 árum eða árið 1999 og þá var alengt verð 1290 krónur en í dag kosta þeir hjá flestum söluaðilum 4800 kr bakkinn og virðist sem eitthvað verðsamráð sé í gangi. Þetta er hækkun um 400% á 10 árum. Ég hef grun um að þetta sé meiri hækkun en á annarri vöru, en allt efni er innlent þ.e. fræ og mold eða stiklingar og mold. Laun hafa ekki hækkað svona mikið, þannig að þá eru það kannski plastbakkarnir sem eru notaðir sem eru svona dýrir, veit ekki hvar þeir eru framleiddir, en það mætti spara mikið með því að endurgreiða skilagjald af bökkunum og endurnýta þá. Ég er nokkuð viss um að víða liggi mikið af þessum bökkum í reiðileysi.
Ég held að þessar hækkanir á skógarplöntum séu enn eitt dæmi um verðhækkanir þar sem er verið að fara illa með neytendur.
Annað sem mér blöskrar er að fyrir um 8 árum keypti ég s.k. smáhýsi í Húsasmiðjunni á 98.000 krónur. Nú kosta svona smáhýsi um eina milljón á "gamla verðinu" .
kk,
Ingibjörg
Mjög góður punktur um okur !
SvaraEyða