Ég er með heimasíma og nettengingu hjá Tali og varð verulega undrandi þegar ég las yfir síðasta reikning frá þeim. Mánaðagjaldið fyrir heimasímann hækkaði um 78% á milli apríl og maí, úr 1000 kr í 1780 kr. Ég trúði varla öðru en að um mistök væri að ræða og hringdi því í Tal til þess að kanna málið. Svörin sem ég fékk voru þau að þetta væru 2 hækkanir saman, hvor upp á 390 kr. Fyrir sakir "góðmennsku þeirra" þá var ákveðið að hlífa fyrrum áskrifendum Hive við fyrri hækkuninni, sem átti að vera fyrir áramót, en skella þessum 2 hækkunum saman núna.
Þetta er fyrir heimasíma þar sem frítt er að hringja í aðra heimasíma. Forvitnilegt væri að fá sundurliðað hvaða aukni kostnaður á rekstri landlínukerfisins útskýrir 78% hækkun.
Arnar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli