sunnudagur, 7. júní 2009

Ánægð með Big Papas Pizza

Langar að benda á mismunandi verð á pizzum og að það borgi sig að
skoða aðeins tilboð, verð og gæði. Skipti nánast alltaf við Big Papas
Pizza í Mjódd, sem bjóða upp á góðar pizzur á fínu verði. Um daginn
langaði mig að breyta til og hringdi í Hróa Hött. Þar var tilboð í
gangi - kaupir tvær og borgar fyrir eina. Ég panta tvær pizzur og er
þá sagt að ég verði að kaupa annaðhvort gos eða brauðstangir með til
að fá tilboðið. Allt í góðu og upphæðin var kr. 2.100.- Síðan þegar
ég kem á staðinn, rukkar stúlkan mig um 4.100,- Þá hafði mér
greinilega misheyrst svona illilega í símanum, en ég sagðist alls ekki
geta hugsað mér að borga kr. 4.100,- fyrir matinn. Þau buðu mér lægra
verð, en ég ákvað samt að sleppa þessu. Keyrði í Mjóddina á Big Papas
Pizza, fékk þar fyrirmyndar þjónustu og tilboð - 2 pizzur,
brauðstangir og 2 lítra gos á kr. 2.990,- og einungis 10 mínúta bið.
Aldeilis þess virði.
kv, Ágústa Bj.

5 ummæli:

  1. Ég var stödd hjá vinapari mínu í gærkvöldi sem ákvöðu að bjóða mér uppá pizzu með þeim.
    Pöntuðu þau 18 tomma pizzu, 2l.kók og brauðstangir og óskuðu eftir heimsendingu (sem jú kostar alltaf eitthvað í dag) en hvað um það þá kostaði þetta þau 4900.- (ógeðslega dýrt)
    Ég hef nú oft borðað góða pizzu frá þeim en þessi var sú allra lélegasta, gjörsamlega bragðlaus.

    Næst þegar pöntuð verður pizza þá verður það ekki HróiHöttur.

    SvaraEyða
  2. Hissa að hrói höttur sé enn á lífi. Hætti að versla við þá fyrir árið 2000. Þá höfðu þeir svo rosalega skorið niður magn áleggs. Þetta var hætt að vera matur. Gat alveg eins fengið mér ristað brauð.

    SvaraEyða
  3. Hrói Höttur er algerlega úr takti með verðskrá miðað við gæði,, algert rán að versla við þá, enda erum við algerlega farin að hundsa þá að öllu leyti þegar það kemur að því að leyfa sér að fá sér pizzu.

    SvaraEyða
  4. Ekki er Dominos betra!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  5. Big Papas hafa reynst mér vel í það eina skipti sem ég hef verslað þar. Pantaði 16" pizzu og stóran brauðstangir og gos á 1990. Fór og sótti hana í Mjóddina, þegar ég kom þangað sagði stelpan mér að eitt áleggið hefði gleymst. Og áður en ég gat sagt eitthvað þá tilkynnti hún mér að önnur væri í ofninum og ég fengi að taka báðar með mér.

    Ekkert smá sáttur með það! Beini viðskiptum mínum þangað aftur.

    SvaraEyða