föstudagur, 5. júní 2009

Ánægð með Hagkaup og stelpu í GK skó

Mig langaði bara að láta vita hvað ég er rosalega ánægð með Hagkaup núna. Ég keypti skó á 7 ára strákinn minn í apríl síðastliðnum og hann byrjaði ekki að nota þá að neinu ráði fyrr en um miðjan mai. En svo eru þeir bara ónýtir, skórinn farinn að "tala" s.s sólinn að framan alveg laus og ég veit ekki hvað og hvað. En svo fór ég í Hagkaup í Njarðvík í dag og talaði við þær og ég var ekki með kvittunina eða neitt og þær skiptu við mig á skónum, létu mig fá alveg eins skó í sömu stærð i skiptum. Ég er mjög sátt við þessa reynslu mína af Hagkaup í dag og vildi koma því á framfæri.
Og fyrst að ég er byrjuð þá langar mig líka til að senda stórt hrós til einnar stelpu sem vinnur í GK skór í Smáralind. Hún gerði allt sem hún gat til að aðstoða mig þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið það sem ég var að leita að. Þetta er greinilega stelpa sem hefur gaman af vinnunni sinni og það sýnir sig hjá henni.
Erna Sigrún

4 ummæli:

  1. Rosalega flott hjá þeim í Hagkaup. En endilega lesa dæmið frá Vero Moda hér á síðunni því verslunum ber engin skylda til þess að taka við vörum án nótu/kvittunar.

    SvaraEyða
  2. Já þess vegna var ég svo rosalega glöð að þau skildu hafa gert þetta þar sem ég var ekki að búast við neinu. Ég var skemmtilega hissa og ánægð

    SvaraEyða
  3. Sammála með GS skó (búðin heitir það víst ;))
    Fékk alveg frábæra þjónustu þar um daginn, og þó ég hafi ekkert keypt þá fann ég ekki fyrir neinum pirringi eins og stundum vill verða þegar ég labba út án þess að kaupa.

    SvaraEyða
  4. Ég lenti í því sama með köngulóastígvél úr Hagkaup. Það var farið að gapa meðfram sólanum eftir mánuð. Við fórum með þau og fengum alveg eins stígvél en það sama gerðist með þau eftir viku! Við gáfumst upp og keyptum sígvél annarsstaðar, ekkert gagn í því að fá þriðju sígvélin sem munu bara endast í nokkra daga!

    SvaraEyða