sunnudagur, 31. maí 2009

Ódýr steik

Ég fór á Gamla Vínhúsið/A-Hansen í Hafnarfirði og fékk mér bestu
steik sem ég hef smakkað lengi. Þetta var nautasteik með frönskum
kartöflum og bearnaise og kostar ekki nema 1500.- krónur. Ég mæli
hiklaust með þessu. Ég á eftir að fara aftur og fá mér svona steik,
ekki spurning.
kv,
Guðríður

Grill á tilboði?

Miðvikudaginn 27. maí festi ég kaup á grilli, Weber Performer í Garðheimum
á tilboðsverði, tæplega 50þ. Á sama tíma er grillið til sölu í Járn og
Gler á tæplega 70þ. Ég asnaðist til að segja sölumanninum í Garðheimum
verðið í J&G, en annars hæstánægður með sparnaðinn við að gera samanburð á
verðum. Tveimur dögum síðar fer ég aftur í Garðheima og rek þá augun í að
grillið góða er enn á tilboðsverði, en hafði nú hækkað í tæp 70þ.
Mér er gróflega misboðið og trúi ekki öðru en að verðlag í öðrum búðum
hafi ráðið þessari skyndilegu verðhækkun í Garðheimum og n.b. grillið er
enn á tilboðsverði eftir þessa 40% hækkun!!

Ömurleg þjónusta hjá Castello Pizzeria á Dalvegi í Kópavogi

Ég er 25 ára og fluttur að heiman. Ég ákvað í gær 30.maí þegar ég og foreldrar mínir komum að austan eftir að hafa tekið hestana með okkur og riðið þar út að bjóða þeim í pizzu enda ekki stemming fyrir því að fara elda eftir þessa ferð. Ég fer inn á Castello á leiðinni heim og panta 16" pizzu og brauðstangir + hvítlauksolíu. Og borga fyrir þetta um 3100kr(frekar dýrt en þetta á jú að vera eldbakað). Svo fer ég heim til mín og í sturtu en þar sem ég bý á efstu hæð í blokk getur rennslið á heita vatninu stundum dottið niður þannig að ég hringi í foreldra mína og bið þá um að sækja pizzuna. Ekkert mál og þau fara og ná í hana. Svo hringja þau á miðri leið og segjast vera með pizzuna og hafa þurft að borga um 3100 fyrir hana. Ég segi nei ég er sko búinn að borga fyrir hana. Þá merkja þeir ekki hvort að búið sé að borga pizzurnar eður ei. Þau fara til baka en svo þegar þau vilja fá endurgreitt þá eru þau beðin um kvittun,þau verða fúl og segja að kvittunin sé hjá aðila sem búi ekki með þeim. Það er hringt í mig og ég beðinn um að segja hvað starfsmaðurinn heitir sem afgreiddi mig(vá eins ég viti það!!!). Þarna eru þau sökuð um að vera að reyna að svíkja út ókeypis pizzu. Látin síðan bíða eins og glæpamenn á meðan þeir fara og skoða í myndavélakerfið hvort þau séu að ljúga. Svo fæst úr þessu skorið en þau krefjast nýrrar heitar pizzu og bera fyrir sig að það sé á ábyrgð þeirra að merkja hvort búið sé að borga pizzurnar.Svo kemur pizzan en ekki var haft fyrir því að biðjast afsökunnar heldur hreytt út úr sér næst munið þið eftir að hafa kvittunina með ykkur. Og að sjálfsögðu sagði mamma ÞAÐ VERÐUR EKKERT NÆST!!!!!!!!!!!
Er það líka svona sem ungir karlmenn í dag haga sér(já bara ungir karlmenn þarna inni að vinna a.m.k.þetta kvöldið)??????
Það má líka fylgja með að hvítlauksolína kom ekki með þegar pizzan var opnuð en við vorum of svöng og þreytt eftir klst bið á pizzunni til þess að gera neitt í því.
Stefán

laugardagur, 30. maí 2009

Ekki er allt sem sýnist...

Síðastliðinn fimmtudag (21. maí) auglýsti Húsasmiðjan/Blómaval Tax Free af sumarplöntum. Þar sem þessar plöntur eru yfirleitt í dýrari kantinum ákvað ég að láta slag standa. Ég var ekki ein um það því verslunin á Akureyri var kjaftfull af fóki. Ég keypti þónokkuð af plöntum í garðinn minn m.a. jarðarberja plöntur og sólboða. Ég borgaði 602 kr fyrir jarðarberjaplöntuna og 682 kr fyrir sólboðann og þóttist nokkuð góð að fá þær með þessum aflsætti. En ekki er allt sem sýnist í fyrstu því 2 dögum seinna sá ég þessar sömu verslanir auglýsa jarðarberjaplöntuna á 399 kr stykkið. Ég verð að segja að það fauk verulega í mig, en ekki nóg með það því tæpri viku eftir að ég keypti plönturnar var sólboðinn líka auglýstur á lægra verði eða 599 kr stykkið. Hvað er í gangi?? Geta kaupmenn endalaust blekkt viðskiptavini sína? Ekki urðu miklar gegnisbreytingar á þessum dögum sem útskýra það hvers vegna plönturnar lækkuðu í verði, eða voru þær kannski hækkaðar í verði áður en Tax Free tilboðið var sett á?? Maður spyr sig...
Bestu kveðjur
Freydís Þorvaldsdóttir

Eldspítnaverð eftir hrun

Langar til að benda á ótrúlega verðhækkun á eldspítustokkum. Útgjöld meðalfjölskyldunnar eru kannski ekkert ofsafengin þegar kemur að eldspítnainnkaupum en þetta er dæmi um ofsahækkun á smávöru. Í 10-11 kostar einn elspítnastokkur núna heilar 69 krónur. Á bensinstöðvum er stokkurinn kominn uppí 35 krónur (fór reyndar á bensínstöð um daginn og bensínafgreiðslumanninum blöskraði svo þegar hann skannaði inn stokkinn og sá upphæðina sem birtist á skjánum að hann seldi mér hann á gamla 15 kalinn. Það var verðið fyrir hrun. Við erum að tala um 460 % hækkun hjá 10-11. Gengið hefur nú ekki hrunið svona svakalega. Það verður líka gaman að sjá, ef einhverntíman réttist úr kúttnum á krónunni, hvað stokkurinn kemur til með kosta þá. Það er grunur minn og trú að fullt af verðhækkunum muni aldrei ganga til baka. En það er kannski önnur saga, seinni tíma umræðuefni og áhyggjuefni.
Kveðja,
Finnur Arnar

Fylgist með afslættinum

Fyrir ca. 1/2 mánuði keyptum við danskar svínalundir, sem verzlunin Krónan hafði auglýst þann daginn með 50% afsl. Þegar heim var komið fórum við yfir kassa strimilin kom þá í ljós að um ræddan afslátt vantaði, hringdi ég nú í verzl.stjóra í Krónunni þar sem umrædd vara var keypt, sagði hann að ég skyldi koma og hann myndi greiða mér til baka mismunin.
Í dag var konan mín að verzla í Krónuni Lindum, Kóp. og keypti lambalæri merkt með stórum stöfum 30% afsl. Þegar að stúlkan við kassa reyndis bara vera 10% afls. og var þá kallað á verzlstjóra til að leiðrétta þetta.
Þetta sýnir hve vel fólk þarf að fylgjast vel með. vöruverði því það er alltof oft ekki sama verð við kassa.
Kveðja,
Jóhann Hákonarson

Um barnabílstóla

Ég sá athugasemd frá konu einni á síðunni þinni um barnabílstóla og tek undir það með henni að það þurfi að skoða þau mál. Þetta er orðin mikil fjárfesting og erfitt að velja sér stól.
Ég er einmitt í þessum hugleiðingum núna og var búin að ákveða að leigja mér stól frá VÍS en þar sem ég er í viðskiptum við þá er leigugjaldið 700 krónur á mánuði. Ég setti kosti og galla niður fyrir mér til að eiga auðveldara með að velja leið og fannst leigan físilegust af þessum ástæðum:
Mér reiknaðist til að það myndi taka mig tæp 5 ár að greiða andvirði stóls sem ég get keypt úti í búð ef leigugjaldið myndi haldast 700 krónur út tímabilið
Ég get alltaf skilað stólnum og þar með sagt leigunni upp, svo ég er ekki að binda mig neitt eins og ég gerði þegar ég tók húsnæðislánið eða bílalánið.
Það er frábært að geta skilað stólnum og fengið annan sem hentaði betur þegar barnið er orðið stærra í stað þess að vera með bílskúrinn fullan af of litlum barnabílstólum á einhverjum tímapunkti.
Mér hafði verið sagt að hver viðskiptavinur fengi nýjan ónotaðan stól svo þá er maður ekki að taka séns á því að stóllinn sé í lagi eins og maður gerir þegar maður fær hann lánaðan.
En svo fékk ég þær upplýsingar hjá VÍS í gær að ég verði að bíða eftir því að einhver annar skili stól til að ég geti fengið – sem sagt ég fæ notaðan stól. Ég get ekki valið hvað hann hefur verið notaður lengi eða hversu mörg börn hafa notað hann. Ég get ekki verið viss um að stóllinn sé „tjónlaus“ og ég veit ekkert um umhirðu stólsins á neinn hátt.
Þetta fældi mig frá því að taka stól á leigu hjá VÍS og ég ákvað að kaupa mér frekar stól og sleppa því að greiða af bílaláninu þennan mánuðinn því hvort vill maður heldur, öryggi barna sinna í umferðinni eða halda fjárhagslegu mannorði sínu.
En mér finnst nauðsynlegt að benda fólki á þetta því stólarnir endast ekki lengi, mig minnir 2 -3 ár og mér er sagt að einungis sé borin ábyrgð á öryggi stólsins fyrir 2 börn. Ég sel þessar upplýsingar ekki dýrari en ég keypti þær.
Vonast til að sjá umræðu um þessi mál.
Anna

Okur á línuskautum

Langaði að deila með þér og öðrum smá sögu. Frændi minn fór í Intersport Lindum að kaupa sér línuskauta þeir kostuðu 29900 fyrir viku síðan. Hann reyndi að prútta en það var ekki möguleiki þar sem að þeir áttu að vera á gamla genginu, (mikið notaður frasi þessa dagana) og því engin smuga að gefa afslátt á þeim. Hann borgaði því uppsett verð og fór út að renna sér. Í gær var ég svo stödd í Útilíf Holtagörðum og sá þar sömu skauta á kr 18900 og ekkert tilboð í gangi. Ég trúði ekki mínum eigin augum og hringdi því í frænda minn og fékk staðfest að um sömu skautana væri að ræða. Hringdi þá frændi minn í Intersport Lindum og sagði þeim söguna og þar sem að þeir eru með verðvernd þá vildi hann fá greiddan mismuninn. Þeir ætluðu nú að reyna að komast undan þessu en ég fékk kvittun frá Útilíf um verðið og fórum við upp í Intersport, eftir mikið þras og vesen, því þeir reyndu allt til að komast undan að borga þá létu þeir hann hafa mismuninn heilar 11000 kr. Við erum ekki að tala um smáaura hér. Ég vona nú að útilíf hækki ekki vöruna hjá sér því nóg er nú að borga 18900 kr fyrir línuskauta. Þegar ég var inni í Intersport að bíða eftir svörum í gær þá sá ég par vera að máta þar línuskauta og ég var snögg að vinda mér upp að þeim og segja þeim frá því að þeir væru 11000 kr ódýrari í Útilíf Holtagörðum, og þau þökkuðum mér kærlega fyrir því að þau ætluðu að kaupa tvö pör sem sagt sparaði þeim 22000 kr.
Annað vil ég benda á að varðandi gengishækkunina þá virðist það vera raunin að þessar stóru búðir hækka allar vörur hjá sér í búðinni óháð því hvort að þær hafi verið keyptar inn á nýju gengi eða gömlu og segja svo að þetta hafi verið að koma í búðina, mjög ótrúverðugt. En það er ein búð í hafnarfirði sem heiti Músik og Sport þar eru vörurnar ekki hækkaðar upp því að í hillunum má sá sömu skóna á mismunandi verði og til dæmis þá eru til Adidas strigaskór þar á krakka og eru þeir á verðinu 5990 til 9990 eftir því hvenær versluninn keypti inn skóna. Þeir verðmerkja vöruna með merkibyssu og það verð stendur, engar stikamerkingar sem eru hækkaða í tölvunni. Ég var í þessari búð líka í gær og starfsmaðurinn lagði sig fram við að finna fyrir mig lægsta verðið sem hann fann, þetta er þjónusta sem á að þakka fyrir. Heiðarlegt fólk á ferð þar.
Mig langaði bara að deila þessum sögum með þér og öðrum og vara aðra við þessum óverðskulduðu hækkunum hér á þessu skeri. Mér líður svo vel að gera góðverk, kemur skapinu í lag.
Kv,
Anna María

Lyfjaver / Lyf og heilsa - verðmunur

Hef keypt lyf sem ég nota reglulega í apotekinu Lyfjaver og keypti það síðast þar í morgun á kr 1980.
Var svo seinna í morgun í Kringlunni og ákvað að kaupa aðra túpu af lyfinu í Lyf og Heisa þar sem ég er að fara af landi brott og vildi hafa nægar byrgðir með.
Þar kostaði sama lyf, sama pakkning 2903 kr.
Þetta er Felden túba gel hlaup 5m 50 grömm.
Ekki lítill munur það.
Er með kvittanir frá báðum apotekum.
Kári H. Sveinbjörnsson.

föstudagur, 29. maí 2009

10-11 í viðskiptabann


Mig langaði bara að benda Okur lesendum á þessa bloggfærslu sem ég gerði. Þar tek ég verðsamanburð á 3 hlutum úr 10-11 og Bónus. Verðmunurinn er alveg út úr kortinu!
http://jonathangerlach.com/2009/05/18/10-11-i-viðskiptabann/
Læt myndina fljóta með að gamni :)

Vodafone og gjald fyrir rétthafabreytingu

Hér er dæmi um lélega viðskiptahætti hjá Vodafone:
Þurfti um daginn að skipta um rétthafa á ADSL tengingu sem ég er með hjá Vodafone
Fékk svo mjög óvænt reikning frá þeim upp á 3.028 fyrir rétthafabreytingunni!!!
Ég ákvað að athuga hvað það hefði kostað mig ef ég hefði bara sagt upp tengingunni og stofnað nýja á nýju nafni. Þjónustufulltrúi Vodafone sagði mér að það hefði ekki kostað neitt. Ég sagði henni þá að hefði ég vitað að þau myndu rukka mig um 3000 kall fyrir að skipta um nafn á reikningnum að þá hefði ég nú valið segja upp gömlu tengingunni og stofna nýja….þjónustufulltrúinn fór þá að tala um að þá hefði ég þurft að bíða í 7-11 daga eftir nýrri tengingu…..why???.....tengingin er til staðar. Nú ég sagði þá að ég hefði bara ekki sagt þeirri gömlu upp fyrr en hin væri farin að virka eftir 7-11 daga.
Málið endaði þannig að í þjónustufulltrúinn bauðst til að fella niður helminginn…út af því að ég hafði ekki verið látin vita um þessa gjaldtöku þegar ég skipti um rétthafa. Ég lýsti óánægju minni en það varð engu tauti við hana komið og ég enda því á að greiða 1500 kall fyrir ekkert!!!!
Skilaboðin eru:
Ekki skipta um rétthafa…betra að segja upp og stofna nýtt!!!!
Margrét

fimmtudagur, 28. maí 2009

Fúll með bílahreinsun Securitas

Ég fór til Danmerkur í síðasta mánuði og fór uppá völl á bílunm. Ég lét
Securitas taka bílinn geyma hann og þrífa. Það kostaði 16þús. Þegar ég
kom heim hélt ég að ég fengi hreinan og fínan bíl en það var nú annað. Á
innan var bíllinn illa þrifinn og að auki vantaði tvær mottur. Á utan
var það sem var svart orðið gráflekkótt og lakkið allt í bónskellum.
Þegar ég kom heim fór ég að heiman í nokkra daga en konan var með
bílinn. En hún sagði mér að bíllinn væri hræðilega illa þrifinn. Þegar
að ég kom aftur heim hringdi ég í Securitas og kvartaði. Ég sagði að
bíllinn væri mjög illa þrifinn og sagði ég honum ástæðuna fyrir því að
ég hringdi ekki fyrr. En þvílikur dóni sem hann var hann sagði að sér
kæmi það ekkert við. Ég varð mjög óánægður og reiður, og sagðist ætla að
láta þetta fréttast. Ég var með heimavörn hjá Securita sem ég lét
fjarlægja strax og fékk nýja hjá Öriggismiðstöðinni. að lokum vil ég
vara fólk við að eiga viðskipti við Securitas
Með kveðju. H. Ólafsson

þriðjudagur, 26. maí 2009

Ruglað verð á rúsínum

Við fjölskyldan kaupum stundum rúsínur til að hafa út á „All branið“ og AB mjólkina. Okkur fannst verðið á rúsínunum svolítið ruglingslegt og fórum því í að skoða hvernig það hefur þróast undanfarið og niðurstaðan er hér fyrir neðan, það skal tekið fram að við höldum upp á alla strimla vegna matarinnkaupa og öll okkar matarinnkaup eru gerð í Krónunni í Mosfellsbæ.

Um er að ræða Champion rúsínur í dós, 500grömm í dósinni.

· 01.Nóvember 2008 189.oo
· 10. nóvember 2008 319.oo
· 21. desember 2008 349.oo
· 15. janúar 2009 229.oo
· 23. maí 2009 349.oo

Þetta er svolítið furðuleg verðlagning, stekkur upp og niður um tugi prósenta og held ég að svona sé með fleiri vörur en það kemur í ljós síðar.
Kveðja, Logi

Hrós hrós og aftur hrós

Mig langar að senda þér hrós til þriggja einstakra fyrirtækja:
Þessi fyrirtæki eru Beco, Langholtsvegi, Pixlar, Skeifunni og Innrammarinn á Rauðarárstíg.
Þau eiga það öll sameiginlegt að veita framúrskarandi þjónustu með bros á vör. Ég hef aldrei komið að tómum kofanum hjá þessum fyrirtækjum. Þetta er fyrirmyndarþjónusta og þau eiga svo sannarlega hrós skilið. Ég mun hiklaust beina viðskiptum mínum til þeirra um ókomna framtíð og láta orðið berast eins og ég mögulega get.
Með bestu kveðju,
Aníta

mánudagur, 25. maí 2009

Reið út í Vera Moda

Mig langaði að koma með ábendingu með skil á vöru.
Ég keypti mér kjól peysu í Vera Moda sem er ekki frásögu færandi.
Ég notaði flíkina í tvígang í góðri trú en vitir menn hún fór að hnökra talsvert mikið. Ég tek það fram að ég þvoði flíkina ekki og notaði ekki belti á hana.
Ég auðvitað fór með flíkina í búðina í Smáralindinni þar sem ég hafði keypt hana og vildi fá eitthvað annað í staðin. Það var mjög augljóst að það var galli í efninu.
Afgreiðslukonan sagðist þurfa að bera flíkina undir saumakonuna þeirra og hún mundi meta hvort þetta væri galli eður ei.
Ég hefði auðvitað viljað fá eitthvað annað strax í staðinn en samþykkti þó að bíða eftir mati saumakonunnar þó ég yrði að gera mér aftur ferð í Smáralindina.
Hún tók því flíkina hjá mér og setti í bréfpoka og skrifaði orðrétt á hann ‘’búið að vera í honum 2x, ekki búin að þvo hann, strax byrjaður að hnökra allur, pottþétt galli í efninu, hvað á að gera’’?
Þegar ég fór svo aftur í búðina til að fá mér eitthvað annað í staðinn fékk ég það í hausinn frá verslunarstjóranum að það væri ekki víst að það væri galli í efninu þar sem engin hafði skilað svona kjól áður.
Á sama miða og afgreiðslukonan hafði skrifað upphaflega um kjólinn svaraði saumakona og þá orðrétt ‘’ Verður að sýna nótu því þetta er vafamál hvort þetta sé galli eða eftir belti sem hefur skemmt efnið. Skiptum ekki nema gegn nótu’’
Ég sagði verslunarstjóranum að ég hefði ekki notað belti á hann og þá datt henni í hug að þetta gæti kannski verið eftir peysu eða eitthvað annað sem ég hefði kannski farið í yfir kjólinn sem átti að hafa þessi áhrif á kjólinn. (Spurning hvort það megi ekki nota belti né aðrar flíkur yfir eða á fatnað frá VERA MODA?)
Til þess að geta fengið einhverja aðra vöru í staðin átti ég að koma með nótu fyrir flíkinni sem ég var auðvitað löngu búin að henda. Hún bað mig þá að redda útprentun á kaupum á kjólnum og var þá farið að fjúka ansi mikið í mig og það gerist nánast aldrei. Ég spurði hvers vegna þar sem það væri mjög greinilegt að ég hefði keypt vöruna í Vero Moda þar sem kjólinn er merktur búðinni. Þá kom hún með þau rök að ég hefði getað keypt kjólinn erlendis en hún væri samt ekki að segja að ég hefði gert það.
Ég varð enn reiðari, tók pokann og sagði henni að ég myndi fara í neytendasamtökin.
Það er ótrúlegt að komið sé fram við viðskipavini á þennan hátt. Komið var fram við mig sem sakamann en ekki sem viðskipaVIN.
Þegar við eigum Vini í viðskiptum (viðskiptavin) þá gerum við allt fyrir hann þegar það er augljóst að flíkin er gölluð, við reynum ekki að gera viðskiptavini okkar reiða.
Ég segi þremur vinkonum frá, þær segja öðrum þrem frá og svo koll af kolli. Margfeldi tapsins er mikið miðað við eina úrelda vöru sem var BARA gölluð.
Kveðja
ViðskiptaVINUR

Ekki ánægð með Toyota

Ég á Toyota Rav4 sem ég fór með í 2 ára skoðun(eða 30.000 km skoðun) mér var sagt að hún kostaði 35.000 kr fyrir utan loftsíu(að mig minnir),ég spurði hvað væri innifalið í því verði sagði Ríkharður þjónustufulltrúi Toyota mér það að bremsur væru teknar í sundur, sandblásnar ofl. En þegar ég kom að sækja bílinn var reikningurinn mun hærri en um var talað, ég borgaði en hringdi aftur í Ríkharð sem brást vel við hann sagði að hún hefði verið rukkuð um bremsuklossa skipti á fullu verði (það var verið að rífa bremsurnar í sundur hvort sem er??? ) en það sem særir mig mest er þegar hann segir að þetta umframgjald sé alltaf rukkað (um 14.000kr bara vinnan) hjá Toyota í þessum skoðunum við bremsuklossa skipti, þess vegna vil ég vara fólk við þessu. Þetta prett á við 30-60-90-120 km skoðanirnar þar sem bremsur eru liðkaðar upp innifalið í verði (hvaða máli skiptir að setja nýja klossa í stað þeirra gömlu???? ).
Ég allavega fékk endurgreitt eftir að ég talaði við þá og hvet alla að ger hið sama, þetta kallast ÞJÓFNAÐUR.
Kv Íris Brynjólfsdóttir

Gulir vinnuvetlingar

Nú er tíminn til að vinna í garðinum og þá þarf maður að kaupa þessa
gulu vinnuvetlinga með gúmmílagi öðru megin. Ég hef verið að athuga
hvað þeir kosta í Býko, Garðheimum og Húsamiðjunni 760-897 kr takk
fyrir svo ég hætti við að kaupa þá, en ég átti leið í N1 (Bílanaust) og
þar eru svipaðir vettlingar á tilboðsverði 119 kr.
Ég byrgði mig upp af þessum vetlingum að sjálfsögðu.
Karl

Til útlanda fyrir 990 kr

Ég má til með að láta vita af hádegishlaðborði sem við „lentum“ á í hádeginu í dag hjá Basil & Lime á Klapparstíg.
Var víst fyrsti dagurinn hjá þeim þar sem opið er í hádeginu eftir endurbætur og gaman að sjá að útitjaldið er aftur komið í gagnið – mjög sumarlegt sumsé.
Nema hvað, á hlaðborðinu var gott úrval suður evrópskra rétta með íslensku ívafi. Dæmi um rétti sem ég man eftir voru spænsk paella, pasta með spínati og tígrisrækjum, pasta með kjötbollum og parmessan, nýbakað brauð, heimalagað pestó og hummus, rocket með buffaló mozzarella, ítölsk grænmetissúpa, nautakjöt í sósu, ofnsteiktar kartöflur með hnetum og hvítlauk, plokkfiskur (sem útlendingarnir sem voru þarna voru sérlega sólgnir í) og fleira sem ég kann ekki að nefna.
Sumsé mjög gott og frískandi en um leið saðsamt.
Fréttirnar eru hins vegar þær að fyrir herlegheitin þurftum við aðeins að borga 990 kr. á mann – sem er eingöngu 260 kr. dýrara en í ISS mötuneytinu í vinnunni!
Ekki mikið fyrir ferð til útlanda (útitjaldið er svona eins og í útlöndum sjáðu til)
Kv.
Ólafur Þór Gylfason

G(r)e(i)ðslag sumra starfsmanna Icelandair

Ég hef ósjaldan, sökum breytilegrar dagskrár, þurft að seinka flugi og breyta farmiðum - auðvitað með tilheyrandi breytingagjöldum. Gott og vel.
Það sem mér hefur þótt áhugavert er að verðið (fast breytingagjald og uppfærsla í dýrara sæti (ef ekkert "ódýrt" sæti býðst)) virðist fara eftir geðþótta starfsmanna Icelandair. Þetta hef ég reynt nokkrum sinnum - og fengið mismunandi niðurstöður þegar ég hef hringt með nokkurra mínútna millibili - og hefur þá munað tugum þúsunda.
Almennilegir og viðmótsþýðir starfsmenn virðast alltaf finna betra verð en þeir sem svara dónalega og eru sennilega löngu kulnaðir í starfi. Merkilegt!
Ég átti bókað flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á dögunum. Þegar ég bókaði ferðina var töluvert ódýrara að bóka báðar leiðir en bara aðra.
Við innritun í Leifsstöð kom í ljós að ferðinni hafði verið eytt í kerfinu þar sem ég hafði ekki nýtt fyrri ferðina (hef aldrei lent í slíkum vandræðum hjá Icelandexpress). Mér var bent á að snúa mér á söluskrifstofuna - nokkrum metrum frá innritunarborðinu. Starfsmaðurinn þar sagði að miðinn væri sama sem ógildur og bauð mér að kaupa nýjan miða á rúmar fimmtíu þúsund krónur (í síður en svo fulla vél til Kaupmannahafnar)! Það þótti mér heldur mikið og spurði hvort fleiri vélar færu til Kaupmannahafnar þennan sama dag. Þá kom í ljós að vél keppinautarins átti áætlaða brottfor eftir klukkustund og þegar ég sýndi á mér fararsnið bað starfsmaðurinn mig að bíða þar sem hann vildi athuga hvað "þeir" myndu bjóða og átti sennilega við hærra settari samstarfsmenn sína á hinum enda tölvulínunnar. Eftir stutta stund (innan við mínútu) og lyklaborðsglamur kom í ljós að ég gat keypt nýjan miða (eða endurnýjað - eftir því hvernig á það er litið) á þrettán þúsund krónur. Ég tók auðvitað þessu einstaka tilboði án þess að orða hugsanir mínar sem slíkar til starfsmannsins við hann.
Þrátt fyrir að lenda reglulega í uppákomum sem þessum hef ég lítið aðhafst (fyrir utan nokkur hundsuð tölvuskeyti til Icelandair) vegna anna og samfélagslegs ábyrgðarleysis. Batnandi mönnum er best að lifa og eru skrif þessa bréfs er dauft mjálm en samt vonandi eitthvað.
Þess má geta að starfsstúlkan við innritunarborðið var einstaklega almennileg og sagði næst ætti ég bara að hringja og láta vita að ég myndi ekki nýta mér fyrri ferðina til að koma hugsanlega í veg fyrir svipuð vandræði. Ég held að það verði samt langt í næst.
Ég bendi fólki á að vera vakandi, spyrja spurninga og að kurteisi er dásamleg.
NN - nafnleyndar óskað

Nettó og Hreðavatnsskáli: Ekki að standa sig

Ég vil vara fólk við verðmerkingum í Nettó. Ég varð vitni af því um helgina að vöruverð í hillum í Nettó á Akureyri er ekki það sama og er á kassa. Við vinkonurnar vorun að versla í Nettó á Akureyri á laugardag er það kom í ljós að 3 vörutegundir (af mörgum sem hún var að kaupa) sem vinkona mín var að kaupa voru ekki með sama verð á kassa og hillu. Tæpum 1000 krónum munaði á einni vörunni. Svo var ég í Nettó í Hverafold í morgun og var meðal annars að kaupa tannkrem sem var verðmerkt í hillu á 259 krónur en á kassa var ég rukkuð um 499 krónur.Ég neitaði að borga 499 krónur og fór með starfsmanni að tannkremshillunni. Þá kom í ljós að sama tannkrem var með 3 verð í hillu og eitt á kassa. Hæsta verð var á kassa. Fólk þarf að passa sig á þessu, þetta virðist vera ásetningur en ekki mistök.
Svo vil ég vara fólk við að stoppa í Hreðarvatnsskála. Ég ásamt 35 öðrum vorum að koma frá Akureyri seinnipartinn í gær og ferðuðumst við í rútu. Stoppað var í Hreðavatnsskála og þar átti að fara á klósett (15 börn voru í hópnum) og kaupa eitthvað að borða. Röð myndaðist strax við þessar 2 snyrtingar sem þarna voru svo ég fór og keypti mér mjög dýra kristalflösku og bað um kaffi til að taka með. Kaffi til að taka með var ekki hægt að fá. Engir pappabollar voru til. Þá fór ég í klósett röðina. Pissa fyrst ,kaupa svo ekki satt?
Nei alls ekki.Kona kom strunsandi fram hjá röðinni,illileg á svip og sagðist ekki reka ALMENNINGSKLÓSETT,skellti klósetthurðunum í lás og sagði að þeir sem kaupa ekki fyrst fara ekki á klósett hreytti konan í börnin og rak okkur út. Ég gerði það en fékk samt ekki að nota klósettið þarna. Það var snarlega hætt við að kaupa 35 hamborgara og farið í Baulu. Þar má pissa fyrst og kaupa svo.
Kveðja, Birna

miðvikudagur, 20. maí 2009

Þrældómur áskrifenda Stöðvar 2

Datt í hug að deila þessari lífsreynslu:

Ég er áskrifandi að stöð 2, og mér datt í hug að segja þessari áskrift upp til þess að spara nokkra þúsundkalla á mánuði, reyndar marga þúsundkalla.
En nei, þar sem áskriftin hefur verið sjálfkrafa gjaldfærð á kreditkortið mitt, þá get ég ekki sagt upp áskriftinni nema með meira en mánaðarfyrirvara.
í dag er 19. maí, er það ekki nægur tími til þess að segja upp áskriftartímabili sem hefst 5. júní???
Nei segir stöð 2, það þarf að gera það fyrir 15. því þann mánaðardag er næsti mánuður gjaldfærður á kreditkort áskrifenda.
Gott og vel, en hvers vegna getur þetta fyrirtæki(365) ekki endurgreitt mér þjónustu sem ég vill ekki kaupa, þjónustu sem ég hef ekki hlotið, og mun
ekki hafa neinn áhuga á að hljóta. Hversu erfitt er það að???
Að endurgreiða eina færslu á kreditkort er mjög einfalt mál, en þess í stað er öll mín viðskiptavild eyðilögð og ég mun aldrei snúa mér að þessu fyrirtæki aftur.
Nafnleynd

Kex og Krónan

Er hægt að lágvöruverslunar eru að hækka verð mikið á sumar vörur sem
eru ekki líklegt að lenda í verðkönnunar til að halda verð á algengar
vörur sambærilegt við Bónus?
Ég keypti eitt pakka Merba "Brownie Cookies" kex í Fjarðarkaup í sl.
viku og pakkinn kostaði 238 kr. Kærastinn minn var mjög hrifinn af
kexunum og sagði mér að kaupa meira af þeim. Fyrir tveimur dögum fór
ég í Krónuna í Mosfellsbær og ætlaði að kaupa kex pakka þarna. En
verðið í Krónunni var 398 kr/pakka! Mér brá og ákvað að kaupa ekki
kexin. Svo fór ég aftur í Fjarðarkaup í dag og þá var hægt að kaupa
Brownie Cookies á 238 kr/pakka, sem ég gerði.
Mér fannst líka að verð á First Price musli í Krónu hefur hækkað mikið
í síðasta tveimur víkum, rúmlega 20%. Ég keypti það ekki heldur.
Kveðja,
Lowana Veal

Leyndarhjúpur yfir verði á herraklippingu

Ég pantaði tíma eftir hádegi í dag hjá rakarastofunni Laugavegi 178.
Svo hringdi ég aftur og spurði: "Hvað kostar herraklipping?"
"Það fer nú eftir ýmsu" var svarið.
"Ég meina bara venjulega herraklippingu, snyrta" sagði ég.
"Það er svo breytilegt."
"Eruð þið ekki með neina verðskrá?"
"Ég má ekki vera að því að ræða einhverja verðskrár greinargerð við þig í símann,
vertu blessaður!"
Maður inn á rakarastofunni skellti á mig!
Ég tek fram að þetta er stofan sem ég var vanur að fara á. Ekki lengur.
Ég skora á lesandann að hringja og spyrja hvað herraklipping kostar.
Kveðja, Kári Harðarson


PS: Ég gúglaði þessa stofu og fékk þessa síðu:
http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t93987.html

þriðjudagur, 19. maí 2009

Undarleg verð á kviðbelti

Ég var að eignast barn og er því að vinna í því að fá magavöðvana aftur og ákvað ég því að fjárfesta í kviðbelti sem sjónvarpsmarkaðurinn er að selja. En það væri ekki í frásögur færandi nema að fyrst þegar ég skoðaði beltið kostaði það 9.900 auglýst sem TILBOÐ-LÆKKAÐ VERÐ. Þetta var fyrir viku síðan, en svo í dag þegar ég ætla að ganga frá þessu kostar beltið 13.900 auglýst sem tilboð lækkað verð, verð áður 19.900. Er þetta leyfilegt ég bara spyr.
Ég hætti við kaupin og fann mun ódýrara belti á ebay
Eygló

Þögnin ein til svara?

Ég ákvað að leggja smá upphæð til ávöxtunar inn á Tvennu reikning hjá
Netbankanum sáluga. Reikningur þessi var verðtryggður með 36 mánaða
binditíma. Bankinn lofaði í skilmálum að í lok hvers árs yrðu vextir
Tvennu reiknings bornir saman við svokallaðan Markaðsreikning
(óverðtryggðan reikning) og skyldi ég hljóta þá ávöxtun er hærri væri
hverju sinni.
Nú þekkja flest allir að Nýja Kaupþing yfirtók rekstur, skuldir og
innistæður á reikningum Netbankans.
Af þessu tilefni hafði ég samband við Nýja Kaupþing til að fá vitneskju
um innistæðu mína. Jú hún var þarna, komin inn á "Stjörnubók" á lægri
vöxtum en áður og þegar ég innti eftir kjörum kom á daginn að
fyrrgreindir samanburðarvextir voru ekki til boða hjá hinu Nýja
Kaupþingi. Sem sagt Nýja Kaupþing hafði hirt peningana mína út úr
Netbankanum, en ekki kjörin mín.
Ég var ekki sáttur við þennan framgangsmáta og bað Nýja Kaupþing um að
aflétta 36 mánaða binditíma af bókinni minni svo ég gæti leitað nýrra
ávöxtunarleiða.
Nýja Kaupþing svaraði ekki beiðni minni og leitaði ég því til
Umboðsmanns neytenda, hann svaraði ekki. Þá hafði ég samband við
Neytendastofu sem benti mér á Fjármálaeftirlitið. Þar liggur kvörtun
mín og beiðni um afléttingu á bindiskyldu um þessar mundir. - Allt er
þetta á eins hendi, RÍKISINS, þar sem hver bendir á annan án þess að
svara réttmætum fyrirspurnum og beiðnum um úrlausnir. - Spurning hvort
við séum á fullri siglingu við að taka upp ekki-úrlausnir kenndar við
hið ágæta Parkinson lögmál?

Kv. G.Geir

Ábending fyrir körfuboltaáhugamenn

Vildi benda á áhugavert atriði varðandi áskrift að Stöð 2 Sport. Þeir auglýsa grimmt alls konar íþróttaviðburði og tilboð. Ég er mikill áhugamaður um körfubolta og þar af leiðandi um NBA-deildina sem er nú í fullum gangi, úrslitakeppnin langt komin og mikið á sig leggjandi til að sjá þessa leiki.
Ég hringdi því um daginn í Stöð 2 og vildi vita hvað áskrift í einn mánuð kostaði. Ég vissi reyndar að einn mánuður yrði óhagkvæmasta einingin því það er yfirleitt hagkvæmara að binda sig til lengri tíma, t.d. 3 eða 6 mánuði og þá fær maður lægra gjald á mánuði en þar sem ég var fyrst og fremst að horfa á þessa körfuboltaleiki og vitandi að deildin verður búin fyrripartinn í júní þá vildi ég bara taka einn mánuð. Ég fékk þær upplýsingar að mánuður kostaði um 6 þúsund krónur en að það væri líka hægt að kaupa áskrift í hálfan mánuð. Það var 15. maí þegar ég hringdi og ég bað um að taka mánuð. Þá fékk ég að vita að mánaðartímabiliið hjá þeim væri alltaf frá 5. - 5. hvers mánaðar þannig að ef ég tæki mánuð þá yrði það frá og með 5. maí! Ég væri s.s. að borga fyrir mánuð en fengi bara 20 daga. Hinn kosturinn sem kerfið bauð mér upp á var að taka hálfan mánuð en þá var það bara hægt frá og með 20. maí, þannig að ég myndi þurfa að bíða í fimm daga og m.a. missa af nokkrum leikjum sem mig langaði mjög til að sjá.
Það var alveg sama hvernig ég sneri þessu við stelpuna í símanum, öll svörin voru á þá leið að það væri bara ekkert hægt að gera þetta öðruvísi, "reglurnar bara eru svona" og það bara væri ekki hægt að fá þetta neitt öðruvísi. Ég var samt ekki að biðja um annað en að fá þetta í mánuð og borga fyrir mánuð! Jafnvel þótt ég biðist til þess að taka mánuð frá og með 5. maí gegn því að fá smá afslátt þá gekk það ekki. Ég fékk að tala við yfirmann sem gaf mér sömu svörin aftur - algert "computer says no" dæmi.
Ég benti þeim á að þetta væri býsna óþægilegt, því manni liði eins og maður væri að tapa peningum við að versla við þá þegar díllinn var svona. Þá fékk ég svar til baka um að mér væri auðvitað frjálst að versla við þá en það er nú kannski ekki alveg svo einfalt vegna þess að þeir eru eina stöðin hér heima sem býður upp á þetta.
Ég endaði á að fylgja sannfæringunni og sleppa alveg að versla við þetta batterí en taldi mig reyndar þurfa að bíta í það súra epli fyrir vikið að geta ekkert horft á körfubolta. En viti menn - ég fann síðan mun betri lausn á netinu, þar sem vefur NBA-deildarinnar, nba.com, býður upp á live-feed frá öllum leikjum í úrslitakeppninni og áskriftin að því kostar 30 dollara. Þó gengið sé hátt er það samt ekki nema 3600 kall sem er mun ódýrara en díllinn sem Stöð 2 Sport býður upp á. Ég sló því til og fæ fín gæði á útsendingunni.
Mátti til með að koma þessu á framfæri - óþolandi þegar fyrirtæki með einkaleyfi og einkarétt reyna að troða viðskiptavinum í svona óhagstæða samninga sem eru hannaðir til þess að fyrirtækið þurfi að gera sem minnst en viðskiptavinur taki á sig óþægindi eða aukakostnað.

Kveðja,
Árni

Nærbuxna ekkiokur

Fór í Jack & Jones til þess að kaupa boxer nærbuxur á manninn minn og
stykkið kostaði 1990KR, ég hugsaði með mér að það væri svona heldur
mikið fyrir eitt stykki nærbuxur. Ég hélt leit minni áfram að hinum
einu sönnu boxer nærbuxum (það er nefnilega ekki sama hvernig þær
eru), ég rataði inn í NEXT og sá þar FIMM í pakka á 2.740KR. Þvílkar
gæða nærbuxur og ekki skemmir hvað eiginmaðurinn lúkkar vel í þeim :)
þetta er sko dæmi eum EKKI okur.



Kveðja,
Guðrún

miðvikudagur, 13. maí 2009

Ódýr heitur matur í hádeginu

Vildi koma því á framfæri að í Bryggjuhúsinu við Gullinbrú er hægt að fá
heitan mat í hádeginu með kaffi á aðeins kr. 890.-

Bleyjur en og aftur:)

Ég hef verið að spá í einu. Þar sem að ég er með tvö börn og við forledrarnir báðir í námi þá er reynt að spara eins og maður getur í bleyjukaupum og mér hefur blöskrað hækkanirnar sem að hafa orðið síðusu vikurnar hjá bónus og hvaða skýringar þeir gefa fyrir þessum hækkunum. Málið er að ég keypti hjá þeim pampers active fit bleyjur um miðjan apríl og var þá pakkin á í kringum 1700kr. Núna síðustu vikur hefur hann farið hækkandi frá hverri viku og er núna komin uppí tæpar 2300kr hvernig stendur á þessu?? Og vil ég benda fólki á að þessi sami pakki kostar ennþá 1700kr í Krónunni og einnig er hægt að kaupa JUMBO pakka af pampers þar sem að eru tæpar 90bleyjur á tæpar 3000kr en í hinum pökkunum eru mun færri bleyjur. Ég veit að það eru fleiri í þessari stöðu að vera að spara og spá mikið í þessu þannig að ég er frekar forvitin að fá að vita hvað er að valda þessum gríðar hækkunum...

þriðjudagur, 12. maí 2009

Notum Okursíðuna rétt

Kæru allir á Okursíðunni!
Mér þætti vænt um að fólk bæri meiri virðingu fyrir því sem hér er verið að skrifa. Upprunalegi tilgangur síðunnar var, að ég held, að benda á okur eða siðleysi í verðlagningu, já eða slæma þjónustu almennt, og auðvitað líka benda á það góða og réttláta. Þegar síðan fór svo að bjóða upp á að hægt væri að leggja inn athugasemdir við bréf komu oft verulega áhugaverðar viðbótarupplýsingar inn þar. Síðuna var hægt að nota sem hjálpartæki til að forðast okrin og beina viðskiptum sínum til þeirra sem ættu allt gott skilið. En nú síðustu daga virðist sem hópur af grömu fólki sé farið að nota athugasemdakerfið til að skeyta skapi sínu á meðbræðrum og -systrum og þá hættir nú aldeilis að vera gaman að lesa kommenntin. Ef meðvitaðir neytendur geta ekki staðið saman og beint gremju sinni í rétta átt í stað til hvorra annarra, er fokið í flest skjól. Bið ég nú fólk að bera virðingu fyrir hvoru öðru og nota síðuna vel, því hún er svo sannarlega hjálpartæki sem virkar.
Að lokum: Ekki okur: Big Papas Pizza í Mjóddinni, 9 tommur á 790 krónur með 3 álegstegundum að eigin vali. Fínar flatbökur. Fórum 3 í gær og fengum okkur öll mismunandi blöndur og allt reyndist prýðilegt.
Bestu kveðjur,
Heiða

Breyttir tímar hjá Lyfju?

Ég er ein af þessum auðtrúa aulum sem trúa á að „virt“ fyrirtæki séu ekki
að hafa almenning að ginningarfíflum.
Föstudaginn 8. maí auglýsir Lyfja á heilsíðu í Fréttablaðinu „breytta
tíma“ sem eiga að koma betur til móts við þarfir fólks.
Meðal þess var 30% afsláttur af Heilsuvítamínum.
Þar sem ég nota að staðaldri: Lið Aktín og Acidophilus plus ákvað ég að
gera mér ferð til að kaupa þessa vöru með 30% afslætti, sem ég og gerði og
greiddi fyrir tvö glös af hvoru. Samtals 7.494 krónur.
Á heimleiðinni kom ég við Fjarðarkaupi, í þeirri verslun fæst næstum allt
sem ég þarf til daglegs brúks, þar kostuðu umrædd fjögur glös frá sama
framleiðenda 6.832 krónur.

Nánari greining:
Lyfja:
Lið Aktín 1. glas 60 stykki 4.232 kr. afsláttur 1.239 krónur = 2.993 kr
Acidophilus plus 120 stykki 1.279 kr. afsáttur 384 krónur = 895 kr.

Fjarðarkaup eins glös:
Lið Aktín 2.642 krónur
Acidophilus plus 774.krónur.

Með þessa reynslu í huga vil ég vara fólk við að gana hugsunarlaust í
„opinn faðm Lyfju“. ( sjá umrædda auglýsingu). Þar virðist ætlunin ein að rýja fólk inn að skinni.

Bestu kveðjur,
Birna Kristín Lárusdóttir

Dýr olía

Vantaði svona smávélaolíu stundum kallað saumavélaolía. Í Húsasmiðjunni: 125 ml brúsi kostar 799-kr já takk.Það gerir 6392-litraverð, dýrustu mótorolíur eru ekki nærri svona dýrar. Þetta kalla ég okur!
Eggert

Óætur ís fæst ekki endurgreiddur

Mig langaði að segja þér frá miður skemmtilegri ísferð minni í Snæland Video á Laugavegi.
Ég og unnusta mín kaupum þar einn bragðaref og mjólkurhristing. Förum svo aftur út í bíl og höldum áfram niður Laugarveginn. Eftir að hafa bragðað aðeins á kemur í ljós að bragðarefurinn er mjög skrýtinn á bragðið og eiginlega óætur. Við smökkum bæði og vorum sammála um að þetta væri nú eitthvað óeðlilegt og best væri að skila ísnum. Í það minnsta að láta vita.
Þegar við komum aftur upp í Snæland Video er okkur tjáð að starfsfólki er óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum. Þau skilaboð hafi komið frá eiganda staðarins. Ég var lítið sáttur við það þar sem við höfðum ekki áhuga á að fá annan ís úr sömu vél eins og okkur var boðið.
Ég fékk því að hringja í eigandann og ræða þetta við hann enda ósáttur við að kaupa skemmda vöru og fá ekki endurgreitt. Sá (Pétur) sagðist ekki vera tilbúinn að endurgreiða bragðarefinn upp á 550kr nema fá að rannsaka gæði íssins fyrst, fá svo að hafa samband við mig aftur og endurgreiða mér ef í ljós kæmi að hann væri skemmdur. Tónn eigandans var slíkur að augljóst var að hann hafði engann áhuga á að bæta ástandið á nokkurn hátt. Eins hafði ég lítinn áhuga á að standa í einhverju meiriháttar veseni fyrir 550kr. Ég spurði hvort sú tíð að “Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér” sé liðin og hvort það væri kannski bara betra að endurgreiða fyrst og rannaka málið svo. Hann svaraði að sú tíð væri löngu liðin, hann væri með 100% gæði og að honum bæri ekkert að endurgreiða ísinn.
Ég viðurkenni fúslega að það fauk í mig enda finnst mér þetta skrýtin þjónusta.
Veit einhver hvort þetta sé löglegt, þ.e. að neita fólki um endurgreiðslu ef matvæli eru óæt?
Hvert á maður að leita ef maður fær svona afgreiðslu?
Kv.
Margeir Örn Óskarsson

Snuðhækkun í Hagkaupum

Fór þann 6 .maí í Hagkaup, Garðabæ,til að kaupa snuð handa dóttur minni. Mam snuð með 2 í pk. Kostaði kr.1.459.- þegar ég kom heim sá ég að ég hafði tekið ranga stærð af snuði svo daginn eftir 7. maí þá fór ég aftur í Hagkaup til að skipta í rétta stærð og var þá nákvæmlega sami pakki kominn í kr. 2.159.- sem gerir þá 700 kr. hækkun á einum degi. Ég spurði hvernig á þessu stæði og fékk þau svör að gengið væri alltaf að hækka, það gat nú ekki staðist sagði ég þar sem það hefur nú staðið heldur í stað núna lengi og róleg um 700 kr. á snuðpakka. Þá sagði hún að það hefði verið að koma ný sending og þá væri hækkunin, en það er nú skrítnara en allt, þar sem nýja verðið var límt yfir gamla verðið svo ekki var það nú ný sending. Mér finnst þetta bara dónaskapur við okkur neytendur að vera að reyna að blekkja mann svona.
Kv. Ragnheiður Þorsteinsdóttir

Sparaðu krónu í Krónunni

Ég fór í Krónuna í Lindum í gær. Þar var tilboð á 4x2l. coke á 838 kr. Fannst það í dýrari kanntinum þannig að ég fór í hilluna til að skoða verðið á stakri 2l coke. Hún kostar 210 kr. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu frábæra krónutilboði, í orðsins fyllstu.
Ég þurfti að síðan að leggja leið mína aftur í verslun í dag og fór í krónuna í Húsgagnahöllina sem var á leið minni í dag. Þar var verðið á 4x2l. coke 739 krónur. Að gamni mínu skoðaði ég hvað þetta kostaði í Lindum í dag - svarið var 839 kr.
Ég hef áður haft það á tilfinningunni að það sé misjöfn verðstefna eftir staðsetningu í Krónunni, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona pottþétt dæmi.
kveðja,
Hákon

Fullorðinsgjald fyrir 12-17 ára á ferðalögum

Af því að okkur fjölskyldunni langar til að fara erlendis á næsta ári þá erum við að sjálfsögðu byrjuð að skipuleggja okkur. Til þess fór ég inn á nokkrar heimasíður og setti inn skilyrði sem áttu við okkur og komst að því mér til mikillar hrellingar að vegna þess að sonur okkar er nýskriðinn yfir 12 ára aldurinn að við þurfum að borga 3 fullorðinsgjöld ásamt ungabarnsgjaldi. Við athugum heimasíðu Úrvals útsýnar og völdum okkur all inclusive til að spara okkur matarkostnað vegna hugsanlegs óhagstæðs gengis og fengum uppgefið verð upp á 824.120 kr (225 þús á farþega en þó ódýrara fyrir ungabarnið sem þá verður með í för). Ef drengurinn er á bilinu 2-11 ára þá myndi sama ferð á þessu hóteli kosta 619.880 krónur. Ferðin var sett upp miðað við að við myndum ferðast til Tyrklands.
Þess ber að geta að þetta var dýrasta dæmið en engu að síður þá fór ég mér til gamans að fletta upp á ferðum í nágrannaríkjum okkar og þrátt fyrir óhagstætt gengi og kostnað vegna flugs milli landa þá gæti það borgað sig fyrir okkur að fljúga frá t.d. Englandi vegna þess að þar er minna rukkað fyrir unglinginn okkar. Sambærileg ferð á 4 stjörnu hóteli með all inclusive myndi kosta okkur 2250 pund með fleetwaytravel.com svo dæmi sé tekið. Þar er unglingurinn okkar flokkaður sem barn enda fáránlegt að viðkomandi flokkist sem fullorðinn einstaklingur. Þess má geta að Icelandair og Iceland express flokka 12 ára og eldri sem fullorðna en alvöru lággjaldaflugfélag eins og Easyjet flugfélagið flokkar m.a.s. 13 ára og yngri sem börn.
Soffía

Gott tímakaup

Mig langar að láta þig vita af "glæpastarfsemi" í bílaviðgerðum.
Maðurinn minn fór í JR húsið á Smiðjuvegi 30 til að láta skipta um kerti í bílnum. Þetta er ekki mikil aðgerð fyrir þá sem hafa réttu tækin í það og að auki var maðurinn minn búinn að kaupa kertin. Þau voru svo sem nógu dýr (rúmlega 8.000 kr, en hvað um það)
Jæja, það var laust pláss og hann komst strax að. Þetta tók viðgerðarmanninn heilar 10 mínútur. Sem sagt, enga stund gert.
Reikningurinn hins vegar hljóðaði upp á 8.760 krónur!!!
Sundurliðað sem viðgerðar-og tækjagjald.
Ef ég kann að reikna þá eru þeir með 52.560 kr. á tímann!
En þeir eru greinilega farnir að verðleggja hvert verk fyrir sig, í stað þess að vera með ákveðið tímakaup.
Þetta er miklu meira en okur, þetta er gjörsamlega siðlaust og við dauðsjáum eftir þessum peningum.
Við erum bæði iðnaðarmenn og ég get fullvissað þig um það að þetta er svona 30 x hærra tímakaup en gengur og gerist meðal "venjulegra" iðnaðarmanna :) Vá, hvað við værum á grænni grein með þessi laun !
Kveðja
Linda

mánudagur, 11. maí 2009

Okur í tískuvöruversluninni KISS

Ég má til með að vara fólk við því að versla í tískuvöruversluninni KISS í Kringlunni vegna stórfellds okurs.
17 ára gömul dóttir mín hafði staðið sig vel og mátti velja sér flík. Hún fór, ásamt vinkonum í Kringluna og sá kjól sem kostaði kr. 9500 í KISS.
Henni fannst kjóllinn fallegur en vissi að mér þætti hann dýr. Hún fór því víðar um Kringluna og sá þá nákvæmlega sama kjólinn í GALLABUXNABÚÐINNI en þar kostaði hann rétt rúmar kr. 5000.- Það munar um minna!
Þess má jafnframt geta að afgreiðslustúlkan í versluninni KISS var kuldaleg og bannaði stúlkunum að vera tvær saman í mátunarklefanum, - ekki get ég nú skilið hvers vegna það var óleyfilegt!
Hildur Herbertsdóttr

Dýrin dýr í Hagkaupum

Mig langaði bara að benda á svolítið sem ég rak augun í um daginn. Ég var stödd í Hagkaup þar sem ég sá að dvd diskur með uppfærslu Þjóðleikhússins frá 2004 á Dýrunum í Hálsaskógi var til sölu á tvöþúsund og eitthvað krónur. Fyrir 2 mánuðum keypti ég hinsvegar þennan nákvæmlega sama disk á 1000 krónur í afgreiðslunni í Þjóðleikhúsinu. Finnst þetta frekar mikill munur.
kv,
Þorbjörg

Vitlaust verðmerktur hundamatur

Kom við í Bónus í Sunnumörk, Hveragerði. Rakst á stóran 12 kg poka með
hundamat, framleiddum hér á landi. Fyrir ofan pokana var gulur
verðmiði þar sem stóð skýrum stöfum: Hundamatur, 12 kg. poki, kr.
3598. Þegar ég var búinn að fara í gegnum kassann og borga varð mér
litið á miðann og sá að ég hafði verið rukkaður um kr. 3998, sem sagt
400 kr. meira en stóð á hillunni. Fór og kvartaði við
verslunarstjórann. Hún fór að pokunum og benti á verðmiða sem var
neðst undir hundamatspokunum, og varla sýnilegur nema maður beygði sig
og lyfti upp brún á neðsta pokanum: kr. 3989. Auk þess dettur manni
ekki í hug að leita að verðmiða á slíkum stað, sérstaklega þegar
verðmiði er greinilega fyrir ofan. Verlunarstjórinn endurgreiddi ekki
krónu og baðst ekki einu sinni afsökunar, umlaði eitthvað um að
verðhækkun hefði orðið á umræddum hundamat. Hirti ekki einu sinni um
að taka verðmiðana (þá „röngu“) niður.
Erlendur

Neyðarvegabréf

Ég lenti í frekar leiðinlegri reynslu í dag (sunnudag). Sonur minn átti pantað far til Noregs á morgun og því miður uppgötvuðum við vegabréfið hans var horfið og debetkortið týnt. Þegar við ætluðum að athuga með neyðarvegabréf hjá lögregluembættinu á suðurnesjum var okkur sagt að þeir væru hættir að gefa þau út því hefði verið breytt fyrir tveimur mánuðum og vildu ekkert gera fyrir okkur sögðu að þetta væru fyrirmæli lögreglustjóra þeirra. Við reyndum að tala við lögregluna í Reykjavík en þeir bentu bara á þá í Suðurnesjum. Þetta varð til þess að sonur minn komst ekki í flugið og við þurftum að seinka fluginu um tvo daga og borga 20.000 í breytingagjald á farmiðanum.
Við kíktum á vef dóms og kirkjumála ráðuneytinu og þar er sagt að hægt sé að fá neyðarvegabréf og gefið upp símanúmer hjá lögreglunni á Suðurnesjum en það er greinilega ekkert að marka það.
Ég vildi bara benda á þetta því að það hljóta margir að lenda í þessu. Mér finnst þetta ótrúlega léleg þjónusta.
Kveðja,
Berglind

Brotin glerkanna í kaffivél

Mig langar að segja ykkur frá því, 2005 keypti ég kaffikönnu sem heitir Melitta Linea Unica var keypt í Raftækjaverslun Íslands. Síðan hættir þessi verslun, það er engin með umboð fyrir þessa týpu í dag. Elko er með þessa merki en ekki þessa týpu sem er frá Raftækjaversluninni. Veit að Röning tók við af þeim, en viti menn ekki kaffikönnur. Er í vandræðum því ég braut glerkönnuna. Mér var sagt þegar ég keypti þessa könnu að hún væri arftaki kanna sem hét Aromat. Er búin að hringja á nokkra staði
sem mér hefur verið vísað á, því miður þetta telst til fylgjihluta ekki varahluta. það er spurning hvort maður eigi til vara að kaupa glerkönnu þegar keypt er ný kaffikanna? Er ekki glöð með þessi viðskipti.
Kveðja, Anna

Dýrari línuskautar fyrir stelpur

Hér er sönn saga af nýlegri reynslu okkar.
Við hjónin fórum í apríl í Hagkaup Spönginni í þeim tilgangi að kaupa Latabæjar-línuskauta sem afmælisgjöf handa dóttur okkar. Þar voru á boðstólum bæði bláir skautar merktir með Íþróttaálfinum og bleikir merktir með Sollu Stirðu. Eins og gefur að skilja stóð til að kaupa þá bleiku, en okkur brá í brún þegar við tókum eftir mismunandi verði á þeim, kr. 3.999, og þeim bláu sem voru á kr. 2.999 en virtust þó vera samskonar að öðru leyti. Við spurðum starfsmann verslunarinnar hvernig stæði á þessum 1.000 kr. mismun, og fengum þá skýringu að einhver munur væri á þeim en að "hann vissi ekki nákvæmlega hvað". Þar sem okkur þótti þessar skýringar ótrúverðugar þá gerðumst við svo frökk að opna pakkningarnar og bera vörurnar saman. Viti menn þær báru nákvæmlega sama vörunúmerið og eini merkjanlegi munurinn var liturinn og fígúran, eða þ.a.l. kynferði markhópsins! Okkur þótti auðvitað afar óviðeigandi að þurfa að greiða 1.000 kr. meira fyrir sömu vöruna vegna þess að dóttir okkar er kvenkyns, enda er mismunun gagnvart kynferði beinlínis bönnuð í stjórnarskrá lýðveldisins. Við fórum með bleiku skautana að kassanum og kröfðumst þess að fá þá keypta á sama verði og þá bláu. Afgreiðslupiltinum brá nokkuð í brún og sagðist ætla að sækja yfirmann, sem kom þó aldrei, en við fengum hinsvegar það svar að verðmerking við hillu hafi verið röng. Með semingi fengum við skautana loks á lægra verðinu með 1.000 kr. afslætti, og athygli vakti að á kassanum var verðið það sama og við hilluna eða kr. 3.999 fyrir þá bleiku. Að lokum bentum við starfsmanninum á að þá skyldu þau breyta verðskráningunni, og héldum svo á brott með bleiku skautana ánægð að hafa náð fram rétti okkar sem neytenda.
P.S. Núna í maí áttum við leið í sömu verslun, og duttu okkur dauðar lýs úr höfði: verðið var óbreytt á Latabæjar-línuskautum. Bláir á kr. 2.999 og bleikir á kr. 3.999. Við viljum koma þessu á framfæri, bæði til að upplýsa neytendur um hvers beri að gæta í viðskiptum með leikföng sérstaklega vegna þessara ólíku markhópa sem kynin eru. En líka til að hvetja kaupmenn til þess að hafa þessi mál í lagi hjá sér. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem er dýrara að eiga dætur en syni?
Bestu kveðjur,
Guðmundur Ásgeirsson og Þ. Benný Finnbogadóttir

Tússlitir

Tússlita pakki í Eymundsson, Kringlunni - 20 litir kostar yfir 4000 krónur!!!
Í blöðnum í gær eða fyrradag, þá var einhver önnur verslun að auglysa 20
túsliti í pakka og hjá þeirri verslun virtust þeir ekki kosta meira en - taktu eftir - 250 krónur.
Ég veit ekki hvort að það var Klinkið. Ég er ekki alveg viss. það er um 4000 króna munur. Ég man ekki hvað sú verslun hét eða heitir en ég gæti trúað þvi að hún sé ný.
Lágverð á þvi að þeir voru að auglýsa.
Kv, LIG

Apple á Íslandi

Mig langaði til að benda á verð á Apple tölvum á Íslandi. Ég var að skoða
þetta vegna þess að dætur mínar hafa hug á að kaupa sér slíkar vélar. Önnur
er að hugsa um fartölvu en hin um borðtölvu þannig að ég var að skoða báða
kostina.
Það sem kom mér á óvart þegar ég bar verðin saman við verð í Bandaríkjunum
og Kanada var að ég get sparað mér 50-60 þúsund á ferðavélinni með því að
kaupa vélina út úr búð í Kanada (með álagningu og sköttum) tekið hana með
mér heim og borgað af henni í Rauða hliðinu (eingöngu 24,5% virðisauki).
Sparnaður við kaup á borðvélinni er minni eða “einungis” 44.000.-
Getur þetta verið eðlilegt?

Hér er dæmi:
Macbook ferðavél:
Verð í Kanada (út úr búð) CAD 1.400 Gengi 110 (nokkuð hærra en gengið í
dag) = 154.000.-
Virðisaukaskattur 24,5%
37.730.-
Samtals
191.730.-

Verð á sömu vél í Apple búðinni Laugavegi
250.000.-

Mismunur
58.270.- 30% hærra verð.

Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að til þess að spara sér þessa
fjárhæð þá þarf maður að fara til Kanada en mér finnst það vera aukaatriði.
Aðal-atriði málsins hlýtur að vera álagning Apple á Íslandi. Hún hlýtur að
vera bærileg.
Það er kannski búið að klifa á þessu áður en allavega sló þetta mig.
Johannes M Johannesson

Rándýr rauðlaukur á Akureyri

Góðan Daginn, Tryggvi Johnsen heiti ég og kem frá Akureyri, ég og móðir mín
ætluðum að kaupa rauðlauk á leiðinni heim og fórum í samkaup strax, og þegar ég
kom í búðinna þá var það eina sem ég gat valið voru 3 rauðlaukar í pakka, það
er að segja að ég átti að borga 228 kr fyrir 3 litla ljóta rauðlauka. Ég sætti
mig ekki við þetta og ég og móðir mín töluðum um þetta á leiðinni í bónus þar
sem það er ekki sættanlegt að bjóða fólki uppá þetta þar sem þeir eru að borga
tildæmis 50kr fyrir kg og við neytendur 228 kr fyrir 200gr enn rauðlaukarnir í
samkaup strax kosta allir það sama og það er ekki miðað við kílóverð. Þegar við
komum í bónus þá sáum við að rauðlaukurinn þar kostar 114-118 kr (man ekki
alveg nákvæmlega) kg. Ég svora hér með á samkaup strax að hætta þessum asnaskap
og selja fólki rauðlauk á okurprís og það er að segja lélegan rauðlauk.
Kv. Tryggvi Johnsen

Okur vanskilagjalda

Mér ofbauð nú þegar ég var að borga vodafone gull reikninginn minn núna áðan, það vill nú svo til að ég er án vinnu og fæ því atvinnuleysisbætur. Og þær voru greiddar út í morgun. Ég greiðandi fer inn á heimabankan minn að borga reikninginn. Reikningurinn er upp á ca 11.600,krónur, en nú þegar ég borgaði hann í dag var hann búin að hækka um 590 krónur í vanskil og 68 í dráttavexti samtals í 12.272, kr ,af því að gjaldaginn var 2.05.09. Hvernig er þetta hægt þegar gjaldaginn kemur upp á helgi og ekki einu sinni búið að borga út atvinnuleysisbæturnar. Ég átti því miður ekki fyrir þessu hér á laugardaginn hefði ég vilja borga hann þá. Svo er verið að tala um að hjálpa okkur fólkinu sem er í vanda.
Dagný

Keiluhöllin bara svekkjandi

Við fórum með hóp í keilu í Keiluhöllina föstudaginn 6. mars og við áttum pantaðar 7 brautir og pitsur.
Það er skemmst frá því að segja að við erum mjög óánægð með þá framkomu sem við fengum frá starfsfólkinu í afgreiðslunni .
Við áttum að fá 115 mínútur og 7 brautir, fengum úthlutað þegar við komum brautum 12-18
Það gekk illa hjá starfsmanni Keiluhallarinnar að skrá inn allan þennan hóp og gátum við ekki byrjar fyrr en kl 18:20 með 5 brautir því á meðan verið var að skrá inn nöfnin þá leigði annar starfsmaður út tvær af þessum brautum og þurftum við að bíða eftir þeim. Starfsmenn lofuðu að bæta við þessari töf á þessum tveimur brautum.
Braut 15 bilaði og ekki fannst strax tæknimaður hann skrapp frá var okkur sagt og var okkur lofað viðbótartíma á þessa braut
En 19:30 slokknaði á öllum brautunum okkar og okkur var sagt að tíminn væri búinn og að næsti hópur væri að bíða eftir brautinni. Við fórum þá í pizzu og varla næg sæti og enginn fór á brautirnar fyrr en kl 20 og þá átti okkar tími að vera búin og áttum við þá að fara í pizzu þá hefði verið næg borð fyrir okkur því hópurinn sem var að borða fór á brautirnar. Ég fór inn þegar krakkarnir áttu 5 leiki eftir til að ath hvort pizzurnar yrðu ekki tilbúnar þá og þá var mér sagt að við ættum brautirnar til kl 20 og þá yrðu pizzurnar klárar. Það höfðu líka 3 hætt við en við gátum ekki afboðað þá í matinn urðum að borga fullan skammt.
Við vildum fá endurgreiðslu eða í það minnsta afslátt fyrir svona uppákomu því við vorum með 35-40 krakka sem voru þarna saman komin og átti þetta að vera hópefli og vera rosalega gaman. Við sendum þeim email þann 9. mars en fengum engin svör svo var hringt eftir ½ mánuð þá var málið í skoðun og við höfum ekki heyrt neitt frá þeim síðan. Mér finnst þetta vera svo dýr fjárfesting fyrir krakkana að ég bara varð að láta vita af þessu.
Kv Beta

Eldbakan Ögurhvarfi

Mig langar að upplýsa um ótrúlega viðskiptahætti hjá Eldbökuni v/ Ögurhvarf.
Eldbakan hefur auglýst síðan í vetur allar pizzur á 30% afslætti. Frábært!!! Ekki spurning maður verslar þar. En þegar þetta var búið að vera í 3 mánuði var ég að velta fyrir mér afhverju pizzurnar voru bara ekki lækkaðar í staðin fyrir að auglýsa alltaf 30% afslátt.
Nei hvað skeður, í gær fór ég að kaupa mér pizzu. Ég spurði hvort afslátturinn væri enn þá, já já var svarið það er sko enn þá 30% og svo kom gjaldið þetta verða 2.300 kr. Fyrir eina pizzu. Ég hváði, ubs fyrir 2 vikum voru dýrustu pizzurnar á 2.400 kr hvað hefur skeð. Jú jú þessi pissa kostaði sem sagt 2.900 kr. Það var búið að hækka um 500 kr. Ca 20% sýnist mér og setja svo afslátt á það.
Þetta er algjört gabb, fólk flykkist þar sem er afsláttur og svo er bara hækkað og þú heldur að þú sért að kaupa hagstætt, en ekki aldeilis.
kv. Kristín

Vero Moda/Only

Ég fór með systur minni í dag að versla sér föt og er það allt gott og blessað og hana langaði í eins leggings og ég hafði keypt mér sjálf um seinustu mánaðarmót. Við höldum þá í Vero Moda / Only í kringlunni og finnum þessar leggings og svo erum við að fara á kassann þegar hún lítur á verðmiðann og spyr mig hvort að ég hafi í alvörunni borgar 5000 fyrir mínar. Ég hafði borgað 3500 krónur fyrir mínar sem voru nákvæmlega eins nema að mínar voru einni stærð stærri.
Þetta finnst mér frekar lélegt, þetta er 1500 kr hækkun á einum mánuði.
Ég þarf varla að taka það fram að við gengum út án þess að kaupa neitt þarna inni.
Erna Sigrún

miðvikudagur, 6. maí 2009

Bréf til Lyf og heilsu

(Þessi póstur var líka sendur til Lyf og heilsu):
Álpaðist til að versla af ykkur (lyf og heilsa) firði í hádeginu í gær 05.05.09 um kl 12:20 . Astma lyf 3 stl ventolin, 3 stk seretide 50/500 og 3 stk flixonase - kostnaður uppá 12.585 kr.
Eftir verðkönnunn kom í ljós að ég hefði einungis þurft að greiða 6.418. - kr fyrir sömu lyf. hjá Lyfjaveri -
Finnst ykkur þetta vera í lagi ?
Ég ætla að bjóða ykkur uppá að endurskoða þessa verðlagningu og greiða mér til baka. reikn 1169 - 05 - ..... .- eða að ég skila lyfjunum - ég bara get ekki látið bjóða mér svona framkomu á þessum siðustu og verstu tímum. -
Kv, Halldór B. Halldórsson

Dominos - Já sæll

Fór á sunnudag á Pizza Hut Suðurlandsbraut, tylltum okkur við borð og fengum matseðilinn.
Stór Pizza (16”) með ostakanti kostar 5.100.-
Já SÆLL er það eina sem ég hef að segja um málið….
Bjarni Knútsson

300 kall á Dominos

Við fjölskyldan pöntuðum okkur pizzu frá Dominos áðan og fengum okkur sparitilboð A, sem innifelur í sér stóra pizzu af matseðli + 2l af gosi og stóran skammt af brauðstöngum og sósu. Við ákváðum að fá okkur Mystic pizzuna af matseðlinum sem samanstóð af pepperoni-lauk-ananas og rjómaosti, konan vill ekki ananas þannig að ég bað um að sleppa ananasinum og bað um að fá sveppi í staðinn. Símaherrann sem svaraði fyrir hönd Dominos sagði mér að það kostar aukalega 300 kr að breyta pöntuninni þrátt fyrir að ég var ekki að bæta við áleggi. Súrt!!! Tilboðið sem átti að kosta 2850 kostaði núna 3150 bara fyrir það að sleppa ananasinum og bæta við sveppum. Er kílóið á sveppum orðið svona dýrt? Maður bara spyr sig... 300 kall come on.
Víðir J

Dýrir dropar

Af því að mér blöskraði verð á augndropum sem ég fékk um daginn langaði mér að segja ykkur frá því. Þannig var að ég fékk sýkingu í augu vegna kvefs sem ég var með. Af því að það er búið að gera aðgerðir á báðum augunum mínum fór ég til augnlæknis sem skaffaði mér resept fyrir dropum til að vinna á þessu. Fór ég nú í apótek að leysa dropana út en þeir heita Oftaquix og eru í 5 ml glasi sem kostaði 2480 kr, ég fékk tvö glös þannig að ég borgaði 4960 kr. fyrir. Þegar ég sagði við afgreiðslustúlkuna að mér þætti þetta dýrt sagði hún hróðung að þetta væru tvö glös!!!!
Ég vona bara að það séu ekki margir sem þurfa að nota augndropa sem kosta 5 milljónir líterinn!!!
Kveðja, Ásta Kjartansdóttir

Þarf ekki að bora eftir Coke

Mér þykir olíustöðvarnar orðnar frekar og gráðugar. það þykir skrítið að 1/2 líter coke skuli kosta 199 kr og er þar með orðin dýrari en bensín! Ekki þarf að bora eftir coke! Og sælgætið er líka dýrt. Græðgi og aftur græðgi!

Minna Boost

Ég er búin að æfa í WC í 2 ár og hef ávalt á þessu tímabili keypt mér skyrboost.
Nú eru þeir búnir að minnka plastglösin + að til að drýja "matvörur" í boostið þá setja dömurnar sem vinna þarna nánast fullt glas af klökum og bara smávegis af skyri og ávöxtum.
Stór Boost kostar 790 kr . . mér þykir ansi hart að kaupa boost í ræktinni sem smakkast eins og vatn.
Kveðja, Inda

Dýr rakvélablöð

Verslanir virðast vera að nota kreppuna og okra á smávöru, en þó gekk alveg út yfir allt er ég var að versla rakvélablöð að gerðinni Gillett Mac 3 Turbo. Fimm í pakka kostaði 3149 í 11-11 á Laugavegi.
Guðmundur Lárusson

Prósentureikningur í Office 1

Síðast liðin sunnudag fór ég í Office 1 á Krepputorgi (korpu) tilgangurinn var að fjárfesta í landakorti sem reyndist ekki vera til. í stað þess ákvað ég að kaupa pakka með 10 blýöntum á 287 kr. Þegar ég var hálfnuð um búðinna blast við mér tilboð á Superman skólavörum með 75% afslætti sem reiknast átti við kassann. Þar sem elsti sonur minn er að fara að ganga menntaveginn næsta haust ákvað ég að vera hagsýn og notfæra mér þetta kostaboð og keypti möppu á 750 krónur, pennaveski á 750 krónur og fjóra blýanta á 300 krónur, samtals 1800 krónur afslátturinn samkvæmt þessu átti síðan að reiknast á kassanum og samkvæmt mínum reiknikúnstum átti afslátturinn þá að hljóða upp á 1350 krónur. og taldi ég mig vera stálheppna og jafnframt frábær mamma að kaupa svona flott dót. Þegar á kassann kom þá var ekki hægt að stimpla inn blýantskassann sem átti að kosta 287 kr. Leitað var í tölvunni og afgreiðslumaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti að borga 113 kr. pr. blýant. Ég afþakkaði blýantanna og var síðan látinn borga 1800 kr. fyrir Superman gósið. Þegar þarna var komið var ég farinn að efast að þetta hefði verið rétt lesið hjá mér og ég borgaði og tók annann hring inn í búðinna og fyrir ofan gósið stóð "Brjálað verð, 75% afsláttur reiknast af við kassa" Ég talaði við afgreiðslumanninn sem samþykkti þennan afslátt og taldi það vera sök afgreiðslukassans og þennan afslátt þyrfti að reikna handvirkt. Báðir afgreiðslumennirnir rifu upp gemsana sína og reiknuðu og reiknuðu og þeirra niðurstaða var sú að ég fengi endurgreiddar 562 kr. Ég var ekki formi til þess að halda þessu áfram og fannst ég eiga erfitt með að skila dótinu þar sem hin 6 ára var með mér og var ánægður með fína skóladótið sitt.
Með þessu vil ég benda neytendum að vera vel vakandi hvað varan kosta og passa upp þegar reikna á afslátt við kassa að hann komi.
Bestu kveðjur úr Reykhólasveitinni
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir

sunnudagur, 3. maí 2009

Frjáls verðlagning

Langaði að benda á dæmi um helst til of "frjálsa verðlagningu."
Fyrir vorið kaupir viss hluti fólks tilbúinn áburð fyrir matjurtagarða og aðra garðrækt.
Í fyrra var verð á 40 kg poka af blákorni um eða undir 4000 kr.
Nú er verðið hærra eins og búast hefði mátt við en það skýrir samt sem áður ekki verðmun á milli einstakra verslana.
BYKO selur 40 kg poka af blákorni á 6970 kr m. vsk. en Húsasmiðjan, sem er sambærileg verslun að flestu leyti selur nákvæmlega sama pokann á 9990 kr m. vsk.
Þetta kallast bara okur, því að nokkuð öruggt er að innkaupsverðið hjá þessum tveimur verslunum er svipað; mismunurinn er allavega ekki það mikill að hann útskýri mismuninn á útesöluverðinu.
Vona að þetta komist á framfæri við neytendur.
Guðmundur Magnússon

Okur í Húsasmiðjunni

Vildi láta vita af ótrúlegu okri hjá Húsasmiðjunni, sennilega ekki í fyrsta skiptið versla frekar mikið þar :)
Þannig vildi til að ég þurfti 6 skrúfur mjög hefðbundna ASSA hurðalæsingar. Fór í Húsasmiðjuna og þegar ég athugaði verðið þá stóð að fyrir 2 skrúfur, sem n.b. ég þurfti að stytta sjálfur kostuðu 1295 kr. Mér þótti þetta afskaplega mikið okur og sennilega kostuðu umbúðirnar (þær voru innpakkaðar í hörðu plasti) sennilega meira en skrúfunar sjálfar.
Jæja nóg um það, gat ekki hugsað mér að borga 3885 kr. fyrir 6 skrúfur og keyrði í ASSA umboðið. Þar gat ég fengið réttar skrúfur í hurðalæsingarnar, allar 6,
fyrir 200 krónur en þá reyndar án pakkninga !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vildi bara benda fólki á þetta að kannski sé bara betra að tékka á verðinu hjá umboðsaðilanum sjálfum áður en farið er til milliliða eins og húsasmiðjunnar
kv. iðnaðarmaður

Vanskilakostnaði hjá Byr

Langaði að segja frá vanskilakostnaði hjá Byr, þar er ég með skuldabréf sem ég þurfti að bíða með að greiða í tæpa tvo mánuði og það fór svona þegar ég greiddi tvo gjalddaga 30.apr. Gjalddaga 01/03 og 01/04 :

Gjalddagi 01/03, greitt 30/04

Afborgun 23.174
Annar kostnaður 3.500
Vanskilakostnaður 4.200
Vanskilagjald 4.358
Dráttarvextir 911

Samtals 36.143


Gjalddagi 01/04, greitt 30/04

Afborgun 22.986
Annar kostnaður 0
Vanskilakostnaður 4.200
Vanskilagjald 0
Dráttarvextir 435

Samtals 27.621


Þannig fyrir það að þurfa að geyma einn gjalddaga í tæpa tvo mánuði og annann í tæpan mánuð greiddi ég í kostnað og dráttarvexti til Byr 17.604 kr, og geri aðrir betur. En ég með lán í Glitni og fyrir sama tímabil greiddi ég 3.165 í kostnað og dráttarvexti, afborgun af því láni er þó um 15.000 kr á mánuði. Hefði munað mig nokkru ef Byr væri með sömu innheimtuaðferðir og Glitnir.
Óskar nafnleyndar

Okurmotta í Garðheimum

Ég hef aldrei áður skrifað þér eða nokkrum öðrum miðli svona bréf, allt er einu sinni fyrst, en núna get ég ekki orða bundist og hreinlega varð að skrifa þér, ég varð bæði öskureiður og illa sár núna áðan.
Málið er að við hjónin vorum að versla í Garðheimum í gær og keyptum meðal annars svamp hnjámottu, vörumerki Flora Teck, konan mín sagði mér núna áðan að hún hefði verið hikandi að kaupa hana en gerði það samt, en jæja hún kostaði kr 1640.
Núna áðan vorum við svo að versla í Bónus og sá ég þar nákvæmlega sömu mottur frá Flora Teck, en þar kosta þær kr 398.
Þarna eru nokkur hundruð prósenta munur og þegar ég sá þetta verð í Bónus varð ég bara ösku illur yfir því að kaupmenn vogi sér að taka neytendur svona gjörsamlega í rassgatið og get ekki ímyndað mér hvað réttlætir svona okur hjá þessu fyrirtæki.
Mér finst eins og ég hafi verið hafður að fífli með því að kaupa þetta á þessu verði og eðlilega verður maður reiður þegar maður kemst að því að maður hafi verið hafður að fífli.
Smári Jónsson

Ódýrari portrait

Sá frétt í Fréttablaðinu um daginn þar sem boðið var upp á portrait olíu málaðar myndir frá Kína á um 70 þúsund krónur. Þetta eru myndir sem hægt er að panta beint að utan á 55 dollara (7000kr) í sömu gæðum.

Hef pantað td á http://www.painting-store.com/price.asp þar sem eru stórkostlegir listamenn að verki.

Kv. Raggi

Lélegt á Ruby

Ég fór með vini mínum á Ruby Tuesdays í fyrsta skipti um daginn og við pöntuðum tvo Classic Cheeseburger sem kosta 1390 krónur hvor. Það er í sjálfu sér ekki svo mikið okur, en þegar maður borgar tvöfalt meira fyrir borgara og franskar en t.d. á McDonalds eða venjulegri grillsjoppu þá reiknar maður með því að þjónustan og maturinn séu líka talsvert betri.
Við biðum lengi miðað við að það var bara setið við fjögur borð í salnum og fyrir rest komu tveir Collossal Burger, tvöfaldir hamborgarar. Eftir talsverða fyrirhöfn tókst okkur að ná athygli unglingsstráksins sem var að þjóna til borðs og benda honum á mistökin. Viðbrögðin voru "öhh ókei..." og svo hvarf hann inn í eldhús með diskana án þess að segja nokkuð meira. Eftir nokkra bið í viðbót kom hann aftur og setti á borð fyrir okkur sömu borgara og áður, nema hann var búinn að taka auka hæðina úr þeim. Þeir voru orðnir kaldir og ólystugir og ekki datt honum í hug að biðjast afsökunar eða bjóða okkur afslátt. Við vorum orðin mjög svöng og létum okkur hafa þetta gegn betri vitund en ég fer aldrei aftur á þennan stað og vara alla við því að borða þarna.
Svona matur og þjónusta finnst mér vera vörusvik og svívirðilegt að rukka svona mikið fyrir.
Óska nafnleyndar.

laugardagur, 2. maí 2009

Einnota bensínlok

Lenti í því um daginn að týna bensínlokinu mínu og brá á það ráð að kaupa "einnota" lok á næstu bensínstöð, lokið kostaði um 1500kr á N1 á meðan sama lok kostar um 750 kr hjá Shell. Ekki nóg með það heldur tjáði afgreiðslukonan mér það að Shell kaupir þessi sömu lok hjá N1! Langaði bara að deila þessu.
Oddur

Laugarásvideó

Á Laugarásvideó er útleiguverðið á mynddiskunum 500 kall sem er alveg ásættanlegt á textuðu efni frá kvikmyndahúsunum, en slíkt efni getur kostar á áttunda þúsundið hver diskur fystu dagana eftir útgáfu. En þar á bæ er mikið flutt inn af ótextuðu efni frá Amazon og ýmsum erlendum heildsölum, og heldur það efni rekstrinum uppi að langmestu leyti. Þrátt fyrir að Samtök rétthafa telji þetta vera ólöglegt sem útleiguefni, þá skulum við aðeins velta okkur upp úr því sem máli skiptir fyrir viðskiptavininn. Mörg dæmi eru um að innkaupsverð innfluttra diska sé 7-900 kr. og algengt er að vinsælir titlar séu leigðir út milli 100 og 200 skipti áður en diskarnir rispast og eyðileggjast. Ef við förum milliveginn þ.e. 150 útleigur, gerir það kr. 75.000 í tekjur fyrir Laugarásvideó. Það er talin vera þumalputtaregla í þessum bransa að í c.a. eitt skipti af hverjum þremur er ekki skilað fyrr en eftir mismarga aukadaga, og kemur því sekt á myndefnið sem er sama upphæð fyrir hvern umfram dag og upphaflegt leiguverð, þ.e. 500 kr. Förum bara mjög varlega í þann hluta málsins og áætlum að í 1/3 tilfella sé greitt fyrir aðeins einn dag í sekt. Það gerir samt kr. 25.000 í tekjur fyrir, í þessu tilfelli Laugarásvideó sem verður að teljast ágæt búbót á það sem þegar er upp talið. Þá er fjárfestingin upp á 7-900 krónur búin að skila 100.000 kalli í kassann. Ekki slæm ávöxtun það þegar heildarútleigan á dag er á bilinu 100–300 diskar og meirihlutinn innflutt, ótextað og hundbillegt efni, ætlað einungis til heimilis og einkanota og verðlagt í útlandinu samkvæmt því. Ég get ekki fengið út aðra útkomu en að álagningin sé í þessu tilfelli u.þ.b. 1250% hjá Laugarásvideó sem hlýtur að teljast óhóflegt.
Leó R. Ólason