föstudagur, 24. apríl 2009

Varahlutir í VW Polo

Dóttir mín varð fyrir því um daginn að í bílnum hennar (VW Polo) bilaði tölvukubbur sem stýrir eldsneytisinnspýtingu. Hún skrölti á verkstæði þar sem leitað var með tölvu að biluninni, hún fannst og varahlutur var pantaður frá umboði.

Verð: kr. 105.000!

Henni brá við þetta - sem von var - og spurði hvort e.t.v. væri hægt að kaupa svona á partasölum, ekki eins gott og nýtt en viðráðanlegra í verði. Verkstæðisformaður neitaði því mjög ákveðið.
Þá var hringt í pabba og leitað ráða. Ég leitaði ögn á partasölum hérlendis en þessi gerð fannst ekki. Þá sneri ég mér til útlanda og fann þennan hlut hér og þar - á ýmiss konar verði. En að lokum fann ég þennan grip hjá varahlutasala í Bretlandi - nýjan -, pantaði og fékk heim og nú er búið að setja hann í bílinn.
Hvað ætli það hafi svo kostað að sérpanta þetta?
40.000 krónur, segi og skrifa, 160 sterlingspund komið til landsins, og tæpar 10 þús í vsk. og annað þvílíkt.
Er ekki einhver að græða dálítið mikið á þessum umboðsbissnis?
Svo er það náttúrulega svartasta lygi að ekki sé hægt að setja notaðan stýrikubb í þetta dót, málið er bara að finna réttu gerðina.
Valdimar Gunnarsson

2 ummæli:

  1. Ef þetta er verkstæðið á Heklu Laugarvegi þá kemur það mér ekki mikið á óvart.

    Ég átti Skoda Fabia árgerð 2000. Einu sinni fór einhver spindilkúla hjá mér eða eitthvað stykki þannig að það heyrðist vel hægra megin þegar ég keyrði svona skruðningar. Ég fer með bílinn á verkstæði. Þarna á Laugarvegi. Reikningurinn hljóðaði uppá 52.345 krónur. Ég sæki bílinn og keyri hann á stað. Þá heyrðist hljóðið ennþá. Ég sný við og fer á verkstæðið.

    Tala þar við þennan verkstæðisformann. Þá hafði verið skipt um þetta aparat VINSTRA MEGIN þó ég hefði sagt fimm eða sex sinnum að það þyrfti að skipta um hægra megin. Ástæðan: jú það sá aðeins á bílnum vinstra megin. Því var dregin sú ályktun að það þyrfti að skipta um vinstra megin.

    Ég var ekki sáttur við þetta og heimtaði að fá gert eins og ég bæði um. Það var fátt um svör hjá verkstæðisformanninum. Hann neitaði og sagði að ég þyrfti að greiða aðrar 52.000 fyrir að skipta um hægra megin. Svo fór hann afsíðis.

    Ég lét skipta um þetta stykki á einkaverkstæði hér í bæ fyrir já haldið ykkur nú fast. 13.000 krónur. Viku seinna seldi ég drusluna og ætla aldrei framar að eiga nokkur viðskipti við þetta skíta drulluumboð!!!!!!!!!!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. Segðu!
    Á passat 2003 sjálfur.

    Bíllinn fór alltíeinu að ganga e-ð leiðinlega hjá mér, þannig að ég fór með hann í forgreiningu til þeirra hjá Heklu.
    Vissi fyrirfram að ég ætlaði ekki að leyfa þeim að gera neitt fleira, þar sem ég hef frétt að þeir smyrji duglega á alla sína vinnu. Forgreiningin ein og sér (aflestur í tölvu)... 5000 kall.

    Út úr því komu skilaboðin "multiple misfire" á cylinder 2 og 3 og var mér tjáð af þeim herramönnum að kertin og kertaþræðirnir væru að klikka.
    Ég tók bílinn, keypti sett af kertum og þráðum (samtals yfir 20þús) og lét skipta um -sem fram má koma að var óeðlilega mikið vesen; bílar sem komu uppúr 2000 eru bara hannaðir til að vera gestaþraut sem eingöngu er hægt að leysa úr á viðurkenndum verkstæðum!

    En viti menn; bílinn er enn jafn bilaður og áður, og hefur mér verið tilkynnt af óháðum aðilum að sé vandamálið ekki í kertunum eða þráðunum, þá sé það mjög líklega í "kveikjunni", þ.e. tölvustýrðu uniti sem er bæði háspennukefli og kveikja, eða e-ð í þá áttina.

    Með öðrum orðum, 30þús kall fyrir þann varahlut og ca 4 tímar á verkstæði í vinnu.
    Það gerir 60.000 hjá heklu (4x 15þ) eða 40000 hjá mörgum öðrum verkstæðum (4x 10þ).

    Djöfull getur verið dýrt að þykjast eiga bíl :P

    SvaraEyða