mánudagur, 27. apríl 2009

Auglýsingar á matvörum

Mér blöskrar gengdarlausar hækkanir á matvöru og öðrum nayðsynjum til
heimilshaldsins. Ýmist er hækkuðum flutningskostnaði eða hand ónýtri
krónu kennt um ástandið.
Þegar fréttablöðum dagsins er flett má sjá fagurlitaðar opnur með hráum
kjúklingum, kótelettum og pylsupökkum í bland við uppþvottalög og
tannkremstúpur í einum hrærigraut. Undir hverri mynd er gjarnan komið
fyrir eldra verði ásamt tilboðsverði dagsins.
Ég kannaði lauslega verð á opnu auglýsingu hjá ónefndu dagblaði í dag og
var mér tjáð að slík auglýsing í lit, kostaði 860 þúsund með
virðisaukaskatti.
860 þúsund fyrir opnuauglýsingu er stór upphæð og hæglega má sjá fyrir
sér umtalsverða lækkun á útgjöldum heimilanna ef slíkum auglýsingum væri
stillt í hóf og neytendum gefinn kostur á að njóta mismunarins í lækkuðu
vöruverði.
Ég vil því skora á matvörumarkaði sem telja sig eiga erindi við heimilin
í landinu á krepputíma að nota sérstaka neytendadálka eða eindálka
auglýsingar í svart hvítu í fréttablöðunum til að koma hagstæðri
verðlagningu sinni á framfæri.
Með kveðju, Gunnar Geir

2 ummæli:

  1. sammála! en 860 þúsund, er það virkilega?

    er verið að segja mér að Bónus eyði milljónum á viku í auglýsingar??? frekar vildi ég sjá það í lækkuðu vöruverði....

    SvaraEyða
  2. Er ekki viss um að Bónus borgi auglýsingarnar, lendir það ekki bara á birgjunum?

    SvaraEyða