föstudagur, 24. apríl 2009

Ekkert Gull Vodafone í Vogunum

Hreinn heiti ég og bý í Vogum á Vatnsleysuströnd. Mitt erindi
er þetta. Ég er með mín ADSL viðskipti við Og-vodafone. Þar kaupi ég pakka án heimasíma (bara tölvan.

Ég kaupi ADSL 2 Mb/s hraði,-------- 2,996-kr.
2 GB (verðþak)------- 1,618-kr.
samtals 4,614-kr.

Ég hringi svo í vodafone og bið um Gull vodafone sem þeir eru að auglýsa um
allan bæ og bið um að fá pakka sem þeir kalla "Huggulega netið" þessi pakki er
þannig:
Alltaf og allt að 12 Mb/sek, hraði og
Erlent gagnamagn 5 GB --------- 3,690-kr.

Þarna sá ég ástæðu til þess að hringja í 1414 og spurði að því hvort ég gæti
farið í Gull vodafone,. Nei var svarið, af því að ég byggi í Vogunum þess vegna
þarf ég að borga 924 kr meira en allir í Gullinnu fyrir minni þjónustu.

Af hverju þarf ég að borga 4,614 fyrir 2mb og 2Gb á sama tíma og þú
sem býrð í Reykjavík og kaupir 12mb og5Gb fyrir 3,690!!!??? Þú borgar tæpan þúsund
kall minna en ég fyrir fimm sinumm meiri þjónustu en ég, er þetta í lagi eða
hvað?

3 ummæli:

  1. Tek fram að ég veit ekkert um dreifikerfi Tals og Nova en geri ráð fyrir að þetta sé svona vegna þess að Tal og Nova nær ekki á þetta svæði og því gætiru ekki hlaupið yfir til þeirra. Ömurlegir viðskiptahættir ef svo reynist og þá ættiru náttúrulega að tala við Samkeppniseftirlit.

    SvaraEyða
  2. ég held að þú sért fyrir utan þeirra þjónustusvæðis

    SvaraEyða
  3. Gæti verið að þeir kannski eiga ekki línurnar þarna...þurfa örugglega að leigja þær og þess vegna er þetta dýrara fyrir þig...ég mundi skoða aðra kosti í kringum mig bara

    SvaraEyða