Mig langar til að benda á ótrúlegt okur. Ég hef verið að versla Euroshopper bleyjur í Bónus þar sem þær eru langt um ódýrari en pampers og liberó.
Í síðustu viku kostaði pakki af þessum es bleyjum 908 krónur en svo í gær þegar ég fór að versla var pakkinn kominn upp í 1298 krónur.
Ég veit að þessar bleyjur hafa verið að rjúka út því að það munaði næstum því 1000 krónum á milli Euroshopper og til dæmis Liberó.
Ég er hrædd um að bónus búðirnar hafi séð sér leik á borði þarna.
Kveðja,
Gunna
+
Sæll
Bónus er virkilega að standa sig vel í því að styðja við barnafjölskyldur þessa lands...not. Á stuttum tíma hafa Euroshopperbleiupakkar hækkað úr ca 700 kr í ársbyrjun í það að kosta tæpar 1200 kr í dag. Pampersbleiur virðast vera handofnar úr gullþræði því ein pakki af þeim kostar 2000 kr.
Endilega komdu þessu á framfæri á síðunni þinni.
Það er nánari umræða um þetta á barnaland.is hér.
Kveðja,
Sólveig
Engin ummæli:
Skrifa ummæli