mánudagur, 20. apríl 2009

Mergsíur dýrastar í Lyfju

Mig langar að koma því á framfæri hversu mismunandi verð eru á filterum (mergsíum) fyrir heyrnartæki í lyfjaverslunum á höfuðborgasvæðinu. Í síðustu viku þurfti ég að fá filter í heyrnartæki og fór í lyfjaverslun í Árbæ og kostaði pakkinn með 8 filterum kr 400 en í lyf og heilsu í Austurveri kr 560 og svo í Lyfju í Smáralind kr 1104. Þar var mér sagt að innkaupsverð hefði tvöfaldast á einni viku, en öll þessi verð fékk ég í sömu vikunni. Ég get því ekki mælt með því að fólk sem þarf á þessum filterum að halda versli við Lyfju í Smáralind.
Ægir

1 ummæli:

  1. Það vita það allir að Lyfja og hinsvegar Lyf og heilsa eru okurbúllur m.v. önnur apótek eins og t.d. Lyfjaver og svo þetta í Árbænum sem vitnað er í. Ef þið vitið það ekki nú þegar kæru neytendur þá þurfið þið að taka ykkur á í neytendavitund. Þarf ekki að segja okkur þetta hér í milljónasta skiptið.

    SvaraEyða