Get ekki annað en deilt þessari frábæru sögu með ykkur. Þannig að fólk viti hverju
það eigi von á fari það að borða á Caruso í Bankastræti, n.t.t. Þingholtsstræti 1.
Fór í kvöld þangað og fékk mér uppáhalds réttinn minn á þessum stað
sem er " pasta de mare" Ægilega góður réttur nema hvað að í honum
var m.a. stór kræklingur þegar ég var búin að borða nokkrar gaffla af
þessu annars dýrindipasta, þá beit ég í einn kræklingin og inn í
honum var eitthvað hart sem tennurnar á mér unnu ekki á, og því
spýtti ég því út úr mér og sá mér til mikilla hamingju að það var á
ferðinni lítill krabbi, sætt lítið krabbadýr, í heilu lagi. Þó hann
hafi verið voða saklaus og sætur litla greyið þá varð þetta til þess
að ég missti lystina á nóinu og þurfti að hafa mig alla við að skila
ekki því sem ég hafði þá þegar komið ofan í mig. Ég hamdi mig þó
dramatíkinni og í rólegheitunum náði ég sambandi við þjóna stelpuna
okkar sem var bara búin að vera yndi og sýndi henni vinningin. Hún
baðst innilegrar afsökunar og tók diskana okkar. Kom svo að vörmu
spori og bauð okkur upp á kaffi, te eða kakó. Við vorum ekkert að
deyja úr matarslyst eftir uppákomuna og þáðum það. Svo þegar
kaffisopanum var lokið þá ákváðum við að drífa okkur. Nema hvað að
yfirþjónnin ætlaði nú ekki að láta okkur sleppa svona auðveldlega,
og heimtaði að við greiddum fyrir matinn, þegar ég ætlaði að vera
sanngjörn og borga sódavatnið sem við höfðum pantað. Ég var nú ekki á
því að við ættum að borga fyrir mat sem við náðum ekki að klára að
borða sökum aðskotadýrs. En hann var alveg gallharður, þetta væri
ekki eitthvað sem þau réðu við, sem ég gerði mér fyllilega grein
fyrir. En svo kom hann með það besta, ef þetta hinsvegar hefði verið
hár eða ormur þá hefði nú annað verið upp á teningnum, en sökum þess
að þetta var lítill krabbi þá gilda ekki sömu lög yfir hann, dáldið
ósanngjart fyrir krabbagreyið að tilheyra ekki sama ógeðishóp og hár
eða ormar. Vissi ekki að aðskotahlutir í mat væru flokkaðir í flokka,
mest ógeðslegt, minna ógeðslegt og bara smá ógeðslegt.
En allavega eftir eitthvað leiðindatuð við yfirþjóninn þá fékk ég 50%
afslátt af matnum sem við borðuðum ekki með aðskotahlutnum í.
Helvíti fínn díll það ha. Nei það fannst mér ekki. Get ekki skilið af
hverju þú vilt láta viðskiptavinin á veitingastaðnum þínum labba út
hundfúlan, hálfsvangan, með hálf tómt veski og minningu um lítinn
aðskotakrabba á tungu og tönn.
Var hundfúl og er enn og langar að sem flestir fái að heyra þessa sögu.
Vil líka taka fram að ég hef mjög oft borðað á þessum stað og fundist
það æði, en mun ekki gera það aftur eftir þennan leiðinlega árekstur
við yfirþjón staðsins. Vil líka bæta því við að ég er með frekar háan
ógeðisstatus, þoli alveg eitt og eitt hár hér og þar, svo lengi sem
það er ekki þrír metrar á lengd og með kögglum.
Jósa
Ánægður viðskiptavinur ætti að vera helsta keppikepli veitingastaða og mun ég forðast þennan stað eftir að hafa heyrt þessa ógeðslegu sögu. Auðvitað áttu þeir að bjóða ykkur matinn ókeypis og jafnvel aðra máltíð frítt seinna. Takk fyrir gott dæmi og góða ábendingu um það hvernig veitingastaðir eiga EKKI að haga sér!!!!!!!!!!!!! Vona síðan innilega að eigandi/eigendur staðarins sjái þetta og skammist sýn.
SvaraEyðaSammála þessu, ég fer ekki á þennan stað eftir að hafa lesið þetta.
SvaraEyðaÉg hefði aldrei aldrei aldrei borgað! Hvað ef þú hefðir ekki borgað? Kallað á lögguna?
SvaraEyðaHvað ef það hefði brotnað úr tönninni á þér vegna þessa aðskotahlutar? Er þetta ekki sama sem og að lítil steinvala hefði verið í matnum?
Ormur, hár, krabbadýr osfrv. skiptir engu máli, allt þetta eru aðskotahlutir.
Ég á eftir að forðast þennan stað eins og pestina núna eftir þessa sögu. Svona eiga veitingastaðir EKKI að gera við viðskiptavini.
Mun venja komur mínar annað
SvaraEyðaÉg hef tvisvar snætt á Caruso og líkað vel en mun hugsa mig tvisvar um áður en ég stíg fæti þarna inn aftur.
SvaraEyðaOrðsending til veitingahúsaeigenda: Það er ódýrara að gefa eina máltíð í stað þess að fá orðróm á sig um að bjóða lélega þjónustu.
svo miklu miklu miklu ódýarara!
SvaraEyða"Pasta de mare" er réttur með sjávarréttum.
SvaraEyðaÉg get ekki séð hvernig krabbi sé ekki sjárvarréttur.