laugardagur, 4. apríl 2009

Euroshopperbleyjur hækka

Er svo yfir mig hneyksluð á Bónus að ég bara varð að senda inn línu.
Er með 3ja mánaða gamalt bleyjubarn og þar sem bæði Pampers og Libero bleyjur eru komnar í 2000.- kr. pakkinn þá var ég byrjuð að kaupa Euro shopper bleyjur og finnst þær bara mjög fínar. Svo fer ég að versla í Bónus núna um mánaðarmótinn og ætlaði að kippa með Euro shopper bleyjupakka en rak þá augun í það að pakkinn hafði hækkað úr 907 kr í 1298 kr.
Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og skil ekki hvernig hægt er að réttlæta þessa rosalegu hækkun. Það er ekki að ástæðulausu að fólk er að kaupa þessar bleyjur, þetta eru ódýrustu bleyjurnar á markaðnum og sem betur fer fínar bleyjur.
Hvernig væri að halda ódýru vörumerki ódýru á þessum síðustu og verstu tímum, því það er fullt af fólki sem hefur ekki mikið á milli handanna en þarf þrátt fyrir það að kaupa bleyjur á börnin sín.
Kveðja,
Sigríður

2 ummæli:

  1. Það skynsamlegasta sem fólk getur gert er að skipta úr bréfbleyjum og yfir í taubleyjur. Það er bæði ódýrara og umhverfisvænna :)

    SvaraEyða
  2. Ég er svo sammála þér, ég fékk áfall þegar ég sá hversu mikið þær hefðu hækkað allt í einu! Er ekkert sem við getum gert í þessu?? Ég var nú alveg sátt svosem þegar þær hækkuðu úr sirka 700 í 907 sem gerðist nýlega en það út í hött að þær geti hækkað úr 907 í 1298 á einu bretti svona fljótlega eftir fyrstu hækkunina!

    SvaraEyða