ég sá að þú varst að skrifa um ódýra og góða veitingastaði í blaðinu í dag og varð að benda þér á snilldarstað sem ekki margir vita um. Veislusetrið, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), byrjaði að bjóða upp á mat í hádeginu eftir að kreppan skall á kosta allir réttir minna en 1000 kall. Þeir eru ekki með settan matseðil en þetta er alltaf mjög gott og hollt eins og plokkari, purusteik, burritos, súpur osvfrv. Það er líka gaman að koma til þeirra því það vinna 3 ættliðir í eldhúsinu sem gefur þessu öllu smá stemningu.
Þórhallur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli