Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
miðvikudagur, 22. apríl 2009
Sumardekkin 2009
Hér er smá úttekt á verði fólksbíladekkja sem ég gerði á fimmtudaginn sl. og í gær. Ég sló upp á ja.is orðinu "Hjólbarðar" tók út öll fyrirtæki sem eru á höfuðborgarsvæðinu og hringdi. Það voru því miður ekki öll fyrirtæki sem seldu sumardekk, eitt var einungis með heildsölu til annarra birgja og hjá nokkrum svaraði hvorki í gær né á fimmtudaginn. Þannig að listinn sem ég sendi þér í meðfylgjandi skjali er einungis frá þeim fyrirtækjum sem svöruðu og áttu til dekk undir bílinn minn.
Ég og maðurinn minn eigum Skoda sem við þurftum að kaupa sumardekk undir og ákváðum að hringja í þau verkstæði/fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á sumardekk til sölu. Ég bað um verð á einni stærð sem er 195/65/R15 og ef í boði voru margar tegundir dekkja bað ég um þá ódýrustu. Þannig að forsendurnar í þessari heimilislegu könnun eiga einungis við um þá stærð dekkja sem passa undir bílinn minn.
Það sem kom langsamlega best út fyrir okkur var að kaupa dekk undan nýjum bílum hjá Max1. Hvergi annars staðar fengum við dekk undir 10.000 kr nema sóluð (endurunnin). Sá sem við töluðum við hjá Max1 sagði okkur að dekkin hefðu einungis verið notuð til að keyra bílana frá hafnarsvæðinu og til þeirra upp á Höfða svo það má segja að þau séu svo gott sem ný. Við fengum Michelin dekk, ekki hægt að sjá á þeim neitt slit og verðið stóðst algjörlega. Með umfelgun og jafnvægisstillingu hljóðaði reikningurinn upp á 44.854 kr. Verkinu var lokið á innan við 30 mínútum og við erum mjög ánægð með þjónustuna.
Stefanía Ragnarsdóttir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli