Ég fór um daginn með símann minn í viðgerð hjá Nova (í svona fimmta skipti, fæ hann alltaf bilaðann til baka) og hef heyrt af mörgum öðrum sem eru að fá bilaða síma frá Nova. En það sem ég vildi kvarta yfir er að þegar þeir selja manni bilaðann síma og maður kemur með hann í viðgerð þá spyrja þeir hvort maður vilji láta geyma gögnin á símanum fyrir kr. 1950.- haaaaaa? Er ekki nægur kostnaður í því að fara alltaf til þeirra að skila símanum inn og sækja úr viðgerð? Svo tekur það 2 vikur að gera við síma hjá þeim!
Guðmundur
ef hann er í alvöru að fara í fimmta skipti(sem ég efa) þá áttiru að fá nýjan síma þegar hann fór í þriðja skipti samkvæmt neytendalögum. afhverju kynniru þér ekki reglur samfélagsins í stað þess að láta fyrirtæki taka þig í ósmurt. Það fylgir forrit með símanum sem tekur afrit af öllum þeim gögnum sem eru á símanum þínum þannig að þú ert ekkert neyddur til þess að borga tæknivörum eða hátækni 1950kr fyrir afritið.
SvaraEyðaSíminn er í ábyrgð ekki gögnin sem eru inn á honum.
SvaraEyðaJá einmitt, það er enginn neyddur til þess að borga fyrir gagnaafritun. Það er ekkert mál að taka afrit sjálfur, og þar sem síminn er í ábyrgð en ekki gögnin inn á honum, þá er þetta vinna tæknimanns við að vista gögnin af símanum og setja þau inn aftur að viðgerð lokinni.
SvaraEyðaÞar sem flestir vita að tæknimenn vinna ekki ókeypis þá er þessi vinna rukkuð samkv. gjaldskrá.
Mig minnir að í neytendarlögum stendur að kaupi maður hlut og hann bilar, þá fer maður með hann í viðgerð endurgjaldslaust, falli hann undir ábyrgð.
SvaraEyðaViðgerðaraðili / endursöluaðili hefur tvær tilraunir til að gera við hlutinn, annars getur maður farið að fá nýjan samskonar hlut eða fengið endurgreitt bili hann í þriðja skiptið.
Vona þið náið inntakinu.