Ég fór um daginn að leita að afmælisgjöf handa kærasta mínum í Intersport í Höfða og lenti á svokölluðu "sparnaðarhorni". Þar inni er gefin mikill afsláttur fyrir gamlar vörur sem ekki hafa selst eða útlitsgallaðar vörur.
Ég kíkti aðeins á hlaupaskóna sem voru merktir með 30% afslætti og tók eftir því að annar verðmiði var undir núverandi verðmiða. Á efri miðanum stóð krónur 18.990 en á neðri miðanum stóð krónur 16.890. Ég átti ekki til orð!
Þeir sem sagt hækka verðið á vörum sínum, setja í ódýra hornið og gefa svo afslátt til að láta fólk halda að það sé að græða eitthvað á viðskiptunum. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að rífa gamla verðmiðann af!!!
Varð alveg brjáluð
kv.
Karen
Engin ummæli:
Skrifa ummæli