Ég var með lítið, þyrst, 21 mánaða gamalt skrímsli í bílstólnum í aftursætinu. Ég gæti þess ávallt vel að hann borði holla og góða fæðu og reyni eins og ég get að sleppa öllum óþarfa (eitthvað sem maður mætti e.t.v. sjálfur taka sér til fyrirmyndar). Yfirleitt hef ég með mér ávaxtasafa í stútkönnu þegar ég næ í hann í leikskólann enda er hann þá venjulega þyrstur eftir hamaganginn og mér finnst gott að hann fái smá orku til að halda sér vakandi og í góðu skapi fram að kvöldmat. Venjulega kaupi ég Ávöxt (safann) í Bónus eða Krónunni og hann er mjög ánægður með drykkinn.
Þennan dag hafði ég einhverra hluta vegna gleymt að taka með mér safann handa honum og því voru góð ráð dýr. Ég ákvað að spara mér þá fyrirhöfn að drösla drengnum inn í verslun eingöngu til að kaupa safa og kíkti því við í bílalúgu Aktu-taktu við Reykjavíkurveg. Heppnin var með okkur því að þeir selja Trópí sem ekki er heldur með viðbættum sykri og ég pantaði eina fernu fyrir strákinn sem var byrjaður að kvarta allverulega yfir þorstanum. Ég fékk áfall þegar ég var rukkaður um 165 kr. fyrir. Í undrun minni náði ég að stynja að ég væri bara með eina fernu, en fékk þá það svar að ein ferna kostaði þessi ósköp. Mér finnst þetta svívirðilegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hálfur lítri af gosbættu sykur-og/eða eiturvatni kostar 185 kr. Alvarleiki þessa er að meðan um 18% þjóðarinnar þjáist af offitu (skv. tölum frá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni) virðist það vera næstum helmingi dýrara að kaupa hollari vöru. Ég tek það fram að ef drengurinn hefði ekki verið byrjaður að orga af þorsta í aftur í bílnum þá hefði ég lagt lykkju á leið mína og dröslað honum í gegnum Hagkaup sem er þarna rétt hjá.
Guðmundur Fjalar Ísfeld
P.S. Hvernig væri að forræðishyggja stjórnvalda fari nú að snúa sér að því að gera hollari fæðu viðráðanlega í verði?
ég er sammála þér með okrið enn... það er miklu hollara að gefa börnum vatn að drekka en ávaxtasafa. Ávaxtasafar skemma tennur og eplasafar valda mjög oft niðurgangi hjá börnum.
SvaraEyðaÞannig að ef þú vilt spara og gefa barninu þínu hollan drykk þá skaltu gefa því vatn að drekka :)
Hmm, verst að það er engin næring í vatninu. Hvorki salt né sykur, börn þurfa nefnilega stundum á slíku að halda.
SvaraEyðaTek undir þetta með vatnið. Væri á ekki ráðlegra að gefa barninu eitthvað að borða en að troða í þau ca. 5 eplum/appelsínum í vökvaformi?
SvaraEyðaÉg er svosem alveg sammála þessu með vatnið, en þegar barnið þitt er mjög létt þá viltu reyna að koma ofaní það eins mikilli orku og hægt er, þess vegna verður ávaxtasafinn fyrir valinu.
SvaraEyða