mánudagur, 27. apríl 2009

Umfelgun í Hafnarfirði

Langaði að koma eftirfarandi á framfæri:
Ég sá verðkönnun ASÍ á umfelgun inn á Vísi.is og í kjölfarið kom þessi "frétt" frá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar þar sem þeir segjast vera ódýrastir í Hafnarfirði:

http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/834734553

Í fréttinni kemur fram að umfelgun fólksbíls sé á kr. 4.990 kr. Ég fór því til þeirra áðan og endaði með að greiða kr. 6.490 fyrir umfelgun á mínum fólksbíl. Ástæðan var sú að ég er á 16" dekkjum og svo var að auki rukkað inn aukalega yrir "límingu" og þegar ég spurði um það kom einhver skýring um verðhækkun á "blýi" ??? Ég skildi að sjálfsögðu ekkert í þeim útskýringum og fór heim frekar fúl.
Þegar heim var komið hringdi ég í Pitstop hjólbarðaþjónustuna hér í Hafnarfirði og þeir taka sama verð fyrir 13"-17" dekk og því hefði verið ódýrara fyrir mig að fara þangað og enginn auka kostnaður leggst ofan á verðið þar fyrir "límingu".
Adda

1 ummæli:

  1. Ég fór þangað og er með venjulegan fólksbíl og þeir rukkuðu mig einmitt um 6.490 og sögðu að þetta væri eitthvað límgjald. Það voru 5 sem borguðu á meðan ég beið og þeir borguðu allir 6,490 og hann var alltaf að tala um þetta lím. Þannig að þetta eru hrein og klár svik hjá þeim Kv Eyja

    SvaraEyða