föstudagur, 24. apríl 2009

100% hækkun á ormahreinsun

Fyrr í vikuni fór ég með hundinn minn í hina árlegu ormahreinsun sem er skylda að gera með þessa ágætu ferfætlinga hér á höfuðborgarsvæðinu. Mér blöskrar nú alveg hvað þeir eru búnir að hækka þetta, því í fyrra kostaði heimsóknin 5.027.-kr en nú ári seinna kostar heimsóknin 10.083.-kr reyndar er búið að troða einhverju fleira lesmáli á nótuna en það var ekkert fleira gert við hundræfilinn en í fyrra auk þess sem hann er í alveg fanta fínu formi og þurfti því enga spes meðhöndlun dýralæknisins.
Finnst fólki alveg í lagi að hækka þessa þjónustu um 100% á einu ári, mér finst það ekki og mun örugglega gera verðkönnun á milli veruleikafyrtra dýralækna áður en ég fer á næsta ári því ég ætla ekki að borga 20 þúsundkall fyrir pilluskammtin þá !
Kær kveðja frá drullufúlum gæludýraeiganda

1 ummæli:

  1. Þú getur líka farið í apótek og keypt ormahreinsitöflur og gefið hundinum þær sjálf/ur kostar um 2000kall

    SvaraEyða