þriðjudagur, 7. apríl 2009

Enn um Símann

Mig langar að vekja athygli á auglýsingum Símans sem sjást alls staðar þessa dagana. Þar eru auglýstir símar á kostakjörum, þeir kosta þetta og þetta og þeim fylgir 1000 kr inneign mánaðarlega í heilt ár.
Það sem þetta blessaða fyrirtæki tekur EKKI fram er að þetta gildir bara ef keypt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er hægt að fá svokallaðar léttgreiðslur sem virka þannig að maður borgar vissa upphæð út og skiptir svo restinni á símareikninginn í ár. Ef þessi leið er farin gildir ekki þetta inneignartilboð sem Síminn auglýsir og það kemur hvergi fram; hvorki í blöðum eða á síðu Símans.
Ef þú ferð inn í búð og ákveður að kaupa vöru sem er merkt á vissu verði, ætlast þú til að fá vöruna á því verði þegar þú kemur að kassa, þó kassaverðið sé hærra. Þar sem Síminn hefur hvergi auglýst að þetta gildi bara um greiðslu með kreditkortum eða staðgreiðslu, á þetta þá ekki líka að gilda um léttgreiðslur?
Kveðja,
Birna

5 ummæli:

  1. djöfulsins frekja í þér. síminn þarf ekkert endilega að lána þér fyrir símanum í 12 mánuði. ef þú hefur ekki efni á síma ekki kaupa þér síma.

    SvaraEyða
  2. já djöfulsins síminn. að hugsa sér að fyrirtæki vilji fá greitt fyrir vöruna en ekki lána fyrir henni eins og tíðkaðist í kaupfélögunum fyrr á tuttugustu öld.

    SvaraEyða
  3. Ég skil ekki mikið hvað Síminn var að kvarta yfir auglýsingu Vodafone í haust um Vodafone gull leiðina og að hún væri blekking og vantaði forsendur inn í hana og svoleiðis. Svo haga þeir sér nú þannig að um leið og þeir þurfa að hækka verðið hjá sér þá fara þeir í herferð með svo miklum blekkingum að Okursíðan er búin að loga í þessu. Þeir ættu nú að taka til hjá sér áður en þeir fara að kvarta út í aðra.

    SvaraEyða
  4. Þetta er nú sú allra heimskulegast færsla sem ég hef séð lengi hérna. Þeir eru ekki að auglýsa að lána þér fyrir Símanum og þú færð 1000 kr inneing með því. Eingöngu að þú getur keypt símann og fengið þá þessa inneign.

    SvaraEyða
  5. Ég verð að vera mjög sammála ræðumönnum hérna um að það sé ekki verið að auglýsa lán með inneign.

    SvaraEyða