mánudagur, 13. apríl 2009

Strax SMA-okur

Góðan daginn, nú er ég algerlega kjaft stopp og get nánast ekki
skrifað þessi orð!! þannig er að ég á eina 6 mánaða stúlku sem
þarf að drekka mjólk sem heitir SMA-þurrmjólk sem er svo sem ekki
frásögufærandi hins vegar þá lendi ég í því að þurfa að kaupa
dúnk af mjólkinni eftir að bónus lokar, ég fór í Strax á Akureyri
og hélt það myndi líða yfir mig þegar ég kom á kassan verðið var
999kr fyrir 450gr sama stærð kostar 498kr í bónus!!!!þetta er
gjörsamlega ólíðandi!!! reyndar gat ég ekki orða bundist í
búðinni og sagði að þetta væri ekki eðlilegt verð, ef ég hefði
getað sleppt því að kaupa þetta þá hefði ég gert það það var
hins vegar ekki í boði þar sem litla snúllan varð að eiga mjólk. kv
Erla Hrönn enn rasandi yfir okurverði

11 ummæli:

  1. Kaupa bara meira í Bónus og eiga til vara og hætta þessu röfli. Þetta er svo sem ekki mikið okurdæmi þannig séð því það þýðir ekkert að bera saman epli og appelsínu þar sem að allir eiga að vita að Strax,11-11,10-11,Nóatún og þannig búðir eru mun dýrari en Bónus og annars eðlis. Það væri varla úr vegi að spá í því hvort við græðum yfir höfuð á því að versla í Bónus þar sem að þeir Bónusfeðgar áttu sinn mikla þátt í hruninu og svindlinu almennt sem leiðir af sér að allt er mun dýrara(og líka í Bónus)

    SvaraEyða
  2. Mér finnst svakalega leiðnlegt að lesa svona dónaleg comment...þessi síða á að vera til upplýsinga fyrir neytendur (neytendur að miðla reynslu sinni til annara neytenda)en það eru takmörk fyrir því hvað maður nennir að lesa mikið af svona dónalegum commentum:( Er ekki bara hægt að sleppa svona leiðindum;)

    SvaraEyða
  3. Það er reyndar alveg rétt að það er fáránlegt þegar verið er að bera saman klukkubúðir og Bónus. Klukkubúðir gefa sig ekki út fyrir að vera ódýrar,það er dýrt að hafa opið lengi, hvað þá allan sólarhringinn eins og 10-11.

    SvaraEyða
  4. Þú hefur vonandi komist út úr búðinni, án þess að missa meðvitund yfir þessum ósköpum...?

    SvaraEyða
  5. SMA GOLD þurrmjólkinn kostar litlar 1.198 kr. í 10-11. Ég geri mér alveg grein fyrir því að hlutir eru dýrari í 10-11 en 700 kr. verðmunur á að kaupa í Bónus og 10-11 finnst mér orðið óafsakanlegt...

    SvaraEyða
  6. Í guðana bænum hættið að koma með nákvæmlega sömu okurdæmin aftur og aftur. Það vita allir að 10-11 er dýrari en meira að segja olíufyrirtækin. Það vita það allir hér og nú að það gæti í flestum tilvikum borgað sig að fá sér nýjan prentara heldur en að kaupa blek í hann og því er óþarfi að koma með þessi dæmi aftur og aftur. Ég gæti farið í Pennan og borið saman verðið við Office 1 eða Griffil fengið mikinn % verðmun en halló það vita allir að það er ódýrara í Office 1 heldur en Pennanum nær væri þá að bera saman Office 1 og Griffill. Nefnið nú t.d. einhverja vöru í 10-11 eða Strax t.d. sem eru ódýrari en í Bónus og jafnvel getið þið tekið inn í þetta þjónustustigið milli þessara verslana og Bónus(fleiri starfsmenn í Bónus? Tala allir íslensku í Bónus? er sett í pokan fyrir þig í Bónus?,er opið til 22 eða allan sólarhringinn í Bónus?,er mjög auðvelt að komast að öllu í Bónus og vera með t.d. tvo krakka í eftirdragi?........ ).

    SvaraEyða
  7. Ef þú nennir ekki að lesa þetta aftur og aftur myndi ég bara mæla með því að þú hættir að skoða þessa síðu ;)

    SvaraEyða
  8. Mikið rosalega var hún Erla Hrönn heppin að komast í búð á þeim tíma sem aðrar eru lokaðar. Það hefur væntanlega bjargað barninu að fá mjólkina sína.

    Þetta er okurverð, en vonandi fá starfsmenn einhver laun fyrir að vinna um nætur! :)

    SvaraEyða
  9. Furðuleg komment á svona síðu.
    Mig langar samt að benda á það að Bónus var með helmingi stærri dós af SMA sem kostaði um þúsund kall....en þeir hafa ekki grætt nóg á henni þannig að hún var tekin út og bara til lítil..
    Tilviljun? Nei

    SvaraEyða
  10. Mjög svo gramt að lesa neikvæð comment á einhverju sem fólk vill vekja máls á, hver segir að það eigi að kosta helmingi meira í strax en í bónus af SMA

    Get alls ekki seð munninn á þjónustustigi milli klukkubúðanna og lágvöruverslanna.

    Það a að loka þessum klukkubúðum og lækka verðið þannig á moti i lagvöruverslunum.

    Mjög einfalt og allir vinna.

    SvaraEyða
  11. Svo gleymist oft að Bónus fær magnafslátt af mörgum vörum svo að aðrir geta ekki keppt við þá. Ég veit að sjoppur hafa keypt kókið sem þeir eru að selja úr Bónus af því að það er ódýrara þar en hjá Vífilfelli.

    Og auðvitað á ekki að loka klukkubúðunum. Aðeins fáfróður segir svona. Það þarf að vera samkeppni. Ekki eru allar búðir sem eru að reyna að vera ódýrastir. Sumir eru að bjóða betri opnunartíma, meira úrval og betri þjónustu.

    SvaraEyða