laugardagur, 18. apríl 2009

Frábær lásasmiður

Vildi láta vita af frábærri þjónustu og EKKI OKRI hjá Lásasmiðnum ehf á Grensásvegi 16. Málið var að ég braut bíllykilinn minn. Hringdi ég í manninn minn til að fá hjálp. Maðurinn minn hringdi í Umboðið og þeir bentu honum á Lásasmiðinn á Grensásvegi. Þeir smíðuðu nýjan lykil og kostaði það 650 kr og ég kem bílnum í gang, svo dettur mér í hug að pumpa í eitt dekkið og drap á bílnum og tók lykilinn úr svissinum. Þegar ég ætla svo að setja drusluna í gang þá gat ég ekki snúið lyklinum í svissinum. Maðurinn minn hringdi í Lásasmiðinn og kom hann til okkar á bensínstöðina þar sem bíllinn stóð. Hann gat ekki heldur snúið lyklinum og sagði okkur að hann ætlaði að prófa að smíða lykil eftir númeri sem hann fékk hjá umboðinu. Við keyrðum á eftir honum og hann gerði það. Vildi ekki taka neitt aukalega fyrir þetta. Bíllinn fór í gang og ég er hamingjusöm. FRÁBÆR ÞJÓNUSTA HJÁ LÁSAÞJÓNUSTUNNI EHF GRENSÁSVEGI 16!
Kveðja
Íris Jónsdóttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli