föstudagur, 24. apríl 2009

Mótorhjólatrygging (frá helvíti)

Hringdi í TM, já hvað kostar að tryggja hjólið mitt '84 módel 300þúsund kr græja ég ´65 módel farinn að róast..500.000 jamm 1/2 milljón!
En þar sem ég er fátækur öryrki og hef hvorki jeppa, hús, né neitt tryggt þá kostar það 500.000 það er af því ég er auli að eiga ekkert nema hjól og kött sem ég er alveg til í að tryggja með..nei ég fæ ekki afslátt AFSLÁTT ég vil nú engann afslátt bara svona eitthvað sem ekki er beinlínis rán og skemmir líf mitt tilgang og tilveru hvað á ég að gera? sniff sniff kv jón þór

3 ummæli:

  1. Sonur minn keypti hjól og þá var hægt að lækka trygginguna um ca. 400.000,- með því að tengja við heimilis og bílatryggingu heimilisins. Skil ekki svona veðlagningu.

    SvaraEyða
  2. Ef þú tryggir heilsárstryggingu þá kostar það í kringum 25-30 þúsund á mánuði.
    500.000 er líklega verðið á skammtímatryggingunni mv. ársgrundvöll en vitanlega ertu kannski ekki að tryggja nema yfir hásumarið (3 mánuði)

    SvaraEyða
  3. ég tryggdi hjólið mitt hjá vís fyrst og þeir ætluðu að rukka mig um 120 þusund á ári og sjálfsábyrgðin um 300 og eitthvad þusund ef ég myndi tjóna en mer fannst það fullmikið, þannig ad ég hringdi í VÖRÐ og þeir buðu mér 86 þúsund árið og 170 þúsund i sjálfsábyrgð þannig ad það var betri kostur og þjónusta sömuleiðis. Er reyndar með íbúð! En það er svakalega mikill verðmunur á tryggingum á hjólum að þad er út í hött, það ætti að láta kanna þessar svikamyllur!!!!

    SvaraEyða