Ég fór í Kjöthöllina við Háaleitisbr. og ætlaði að kaupa mér Gilette Power rakvélabl. (græn) 5 stk. í pakka og kostuðu þau kr.3.898. Fannst mér það ansi dýrt svo ég ákvað að athuga verðið í fleiri búðum.
Í Hagkaup kostuðu þau kr.2.898 og í Bónus var lægsta verðið kr. 2.298. Þannig að munur á hæsta og lægsta verði er kr. 1.600. Hver gæti verið skýringin á svona miklum verðmun? Það yrði ansi dýrt fyrir okkur að versla mat og aðrar nauðsynjavörur ef Bónus væri ekki til. Vildi bara láta ykkur vita.
Kveðja,
Einar
Það væri mun ódýrara að versla mat og aðra nauðsynjavöru ef Bónus væri ekki til. Það er staðreynd.
SvaraEyðaTil OG: Ha? Hvað meinarðu? Ætlaðirðu kannski að segja dýrara en ekki ódýrara?
SvaraEyðaH.M.F.
Það er samt ótrúlegt hvað heildsalar rukka kaupmanninn á horninu mikið meira fyrir sömu vöru og stórverslanirnar. Var eitt sinn að vinna á báðum stöðum í einu og mér blöskraði óréttlætið. Ekki skrýtið hvað allt er undir einum hatti á Íslandi orðið... þeim hatti sem kollverpti okkur.
SvaraEyða