laugardagur, 11. apríl 2009

Mega Store

Mig langaði að benda á alveg frábæra leið fyrir fólk til að spara í þessu ástandi – málið er að það opnaði ný verslun í Smáralind um helgina sem heitir Mega Store og er þetta verslun með fjölbreytt úrval af ýmsum vörum á hreint frábæru verði. Verðið á hverri vöru er 259 krónur einndaginn, en gæti verið 200 krónur á morgun – verðið er sem sagt breytilegt. Það er stór sjónvarpsskjár fremst í versluninni sem segir til um verð dagsins.
Það hefur verið röð á alla kassa alla daga frá því að þessi verslun opnaði þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið auglýst. Þetta er algjört þarfaþing á þessum tímum og ég mátti til með að láta þig vita af henni.
Eva

4 ummæli:

  1. Frábær búð og flott úrval. Ég keypti alveg helling og þar á meðal silicon sleif sem mig er búið að langa í lengi en hún kostar milli 2 og 4 þúsund annarstaðar.
    Guðbjörg

    SvaraEyða
  2. Gæti ekki verið meira sammála. Akkurat búð sem þarf á þessum tímum. Alls konar hlutir sem að vantar inn á heimilið sem maður er ekki til í að eyða neitt of mikið í.. Rosa flott að fá einmitt eldhús ausur, spaða og þess háttar á svona lágu verði og leikföngin handa krökkunum og margt margt fleira..
    Flott framtak og snilld að hafa allt á sama verði í búðinni..
    Sé að það er komin heimasíða megastore.is þar sem hægt er að fylgjast með verðinu líka :D

    SvaraEyða
  3. Mæli líka með Klinkinu og Outlettinu við hliðina á Hagkaup í Skeifunni. Gerði mjög góð kaup þar í gær fötum og alls konar dóti.

    SvaraEyða
  4. Ég varð ekki fyrir sömu áhrifum þegar ég rölti inn í þessa búð. Mér fannst vera þarna fullt af drasli sem ég hef allavega ekkert við að gera, bara fullt af óþarfa sem fólk freistast til að kaupa af því það er svo ódýrt.

    Svona búðir eru kannski ódýrar en þetta dót er flest ef ekki allt framleitt í Kína, flutt hálfa leiðina yfir hnöttinn til að selja á kúk og kanil. Guð veit hvaða ógeðsefni eru í plastinu í þessu, ég sá ekki CE-merki á því sem ég leit á. Guð veit líka hvað fólkið sem framleiðir þetta dót fær borgað.

    Hvet fólk til að kíkja á www.storyofstuff.com

    SvaraEyða