föstudagur, 24. apríl 2009

Skinkudósirnar

Rétt fyrir páskana keypti ég tvær skinkudósir frá Ora í Hagkaup á 1329 krónur hvor dós. Mér fannst þetta ansi mikil hækkun frá því ég keypti síðast svona dósir einhvern tímann í fyrra, en taldi að gengi krónunnar ætti trúlega þarna sök. Hafði ekki tíma til að gera verðsamanburð því við vorum á leið í sumarbústaðinn.Á annan í páskum var ég stödd í Krónunni og sé þá að Jakabov-skinkudósir fást þar og kostar 749 krónur stykkið sem mér finnst alveg eðlilegt verð.
Tek það fram að ég hef á undanförnum árum ýmist keypt dósir frá Ora eða Jakabov og finnst mér þetta vera alveg sambærileg vara, enda á svipuðu verði. Ég veit ekki betur en skinkan í dósunum sé svínakjöt og mér finnst svínakjöt hafa verið það lengi á tilboði hér á landi, að verðið geti ekki hækkað svona mikið hjá Ora vegna þess. Dósirnar frá Jakabov hljóta að vera innfluttar.
Ólöf.

1 ummæli:

  1. Jaka Bov kostar yfirleitt 25-30 dkk í Danmörk og er framleitt þar líka.
    Ég veit ekki um að íslensk grís er míklu dýrari í framleiðslu en dönsk en þetta er víst bara okur - spurning hvort það sé ORA eða Hagkaup sem stendur fyrir verðhækkunin.

    SvaraEyða